Úrval - 01.12.1963, Blaðsíða 69
ÞJÓÐHETJAN WINSTON CHURCHILL
81
byrgur fyrir því, að gera skrið-
drekann nothæfan, en vopni
þessu var þá kastað á glæ. Á
þessum árum gerðu íhaldsmenn
það eitt af sínum fyrstu skilyrð-
um, þegar samsteypustjórnir
voru myndaðar, að Churchill
fengi ekki áhrifamikið embætti.
Jafnvel Lloyd George, sem auð-
velt átti með að sannfæra aðra,
átti erfitt með að „smygla“ hon-
um inn í stjórnarstöður, en
hann trúði á Churchill.
Og þannig liðu fullorðinsár
hans fram yfir miðjan aldur. Og
listi hinna glæstu mistaka og
miklu ósigra varð enn lengri.
Hann skipti aftur um flokk og
gekk enn á ný í íhaldsflokk-
inn. Hann gegndi starfi sem
fjármálaráðherra árin 1924—29
án þess að mæta nokkurri vel-
gengni. Á árunum eftir 1930 og
fram undir 1940 var hann einn
helzti gagnrýnandi íhaldsflokks-
ins i hópi íhaldsmanna. Ilann
var á algerlega öndverðum
meiði við þá, hvað Indland
snerti (en í því máli hagaði
hann sér eins og heimsveldis-
sinni frá 19. öld og hafði alger-
lega rangt fyrir sér). Einnig var
hann andstæður flokksstjórn-
inni, hvað Hitler snerti (og þar
hafði hann algerlega rétt fyrir
sér).
í næstum 50 ár af samanlögð-
um opinberum starfsferli hans
var hið venjulega viðkvæði i
Bretlandi: „Churchill? Hann er
auðvitað snjall. En hann hefur
enga dómgreind.“
„Dómgreind“ er tvenns konar
fyrirbrigði í augum manna, sem
með völdin fara. Annað fyrir-
brigðið myndu flest okkar á-
líta gott, en hitt slæmt. Hið
slæma fyrirbrigði er hæfileik-
inn til þess að finna, hvað allir
aðrir hugsa og hugsa síðan sjálf-
ur eins og þeir. Churchill bjó
aldrei yfir slikum eiginleika, og
hann hefði fyrirlitið sjálfan sig,
ef svo hefði verið. En „dóm-
greindin“ sem gott og æskilegt
fyrirbrigði er hæfileikinn til
þess að hugsa uin hin margvís-
legustu málefni i senn, um tengsl
þeirra, hlutfallslegt mikilvægi
og afleiðingar þeirra. Hvað
þessa eiginleika snertir, liefur
dómgreind hans verið mjög al-
varlega ábótavant, og hefur slíkt
oft komið í ljós við ýmis tæki-
færi i lífi hans.
Hugur Churchills býr yfir
geysilegum styrk, en hann ein-
kennist af „rómantískri" sveim-
hygli. Ef hann hugsaði nógu
lengi um einhverja stefnu og
þráði það af heilum hug að
taka þá stefnu, þá sannfærði
hann sjálfan sig um, að sú
stefna i málinu væri fær og
framkvæmanleg. Þessi eigin-
leiki, sem likist áráttu, var orsök