Úrval - 01.12.1963, Síða 71
ÞJÓÐIIETJAN WINSTON CHURCHILL
83
áhættu, og hann hefur haft
mikla hreinskilni til að bera i
því sambandi. Hann hefur bor-
iS kosti sína á eins glaðværan
hátt og hina fáránlegu hatta
sina.
Hann hefur aldrei glatað lífs-
þorsta sínum. Margir hafa sett
upp vandlætingarsvip yfir
kampavini hans og vindlum og
því, hvílíkt dálæti hann virðist
hafa á félagsskap milljónamær-
inga ýmissa þjóða, en honum
er hjartanlega sama um þessa
vandlætingu. Hann hefur alltaf
gert það, sem honum sýnist i
öllu því, sem engu meginmáli
skiptir, og ekkert skeytt um
annarra álit. En i öllu þvi, sem
meginmáli skiptir, hefur hann
hegðað sér samkvæmt strangari
siðgæðiskröfum en flestir menn.
Til dæmis hefur aldrei kviknað
hinn allra minnsti kvittur, hvað
hugsanlegt ólag á hjónabandi
hans snertir. Hann var orðinn
fremur gamall, þegar hann giftist,
eða 35 ára að aldri. Hann var
heppinn í vali sinu oghefurlifað
hamingjusömu hjónabandslifi æ
siðan, sem miðazt hefur við al-
gert „einkvæni".
Ýmsir kostir í fari hans eiga
það á hættu að glatast í hinni
vélrænu tilveru hversdagsins.
Hugrekki, göfuglyndi, tryggð,
glæsimenska. . . . það er ekki
oft, að minnzt sé á kbsti þessa
í bókmenntum okkar, og þvi síð-
ur, að að þeim sé dáðst. Ef til
vill erum við að glata hæfileik-
anum til þess að koma auga á
þá. En þeir eru samt við líði,
á meðan Churchill lifir, ódrep-
andi í fari hans likt og vilji
hans. Við erum öll haldin þeirri
hjátrúarkenndu tilfinningu, að
þegar hann hverfi á braut, muni
eitthvað hverfa með honum,
eitthvað, sem Bretland muni
aldrei sjá framar.
»»««
Hveir einasti maður elskar frelsið. Sá réttláti heimtar það
handa öllum, en sá rangláti aðeins handa sjálfum sér.
HVE' LENGI GRÁTA NÝFÆDD BÖRN?
Amerískir læknar hafa athugað hve lengi heilbrigð börn gráta
daglega. Fyrstu 7 vikurnar grétu þau að meðaltali 2 klukku-
stundir og 15 mínútur á sólarhring. Eftir styttist þessi tími
smámsaman. (Vie et SantéJ.