Úrval - 01.12.1963, Side 74
86
ÚR VAL
legar aðstæður og viðfangsefni.
Hinn háþroskaði hæfileiki hans
til að hugsa óhlutbundið og til
að muna og læra gerir honum
unnt bæði að hagnýta sér fyrri
reynslu og bæta sifellt við þeklc-
ingu sina og þroska. Um þetta
hefur hann algera sérstöðu með-
al allra lífvera jarðarinnar.
Án þessa hæfileika hefði hann
ekki hafizt af þroskastigi frum-
stæðs villimanns. Án minnis-
hæfileikans hefðu heldur ekki
aðrir æðstu andleg'u liæfileikar
mannsins geta náð þroska. Þessi
hæfileiki er þannig eitt af
stærstu undrum sköpunarinnar.
íslenzkt skáld nefnir minnið
„sinnis hljóðu borg“. Og i þess-
ari hljóðu borg hugans geymir
maðurinn ekki aðeins sina pers-
ónulegu reynslu, heldur getur
hann fært til þeirrar borgar og
sér til eig'nar og auðlegðar
reynslu annarra, reynslu liðinna
lcynslóða og geymt innan
traustra múra hennar eftir vild
sinni hið æðsta og' fegursta i
andlegri sköpun, menningu og
verkum þeirra. Þið munið eftir
Mími, sem var talinn vitrastur
með Ásum og kenndi ráð öll.
Eftir að Vanir höfðu hálshöggv-
ið hann, tók Óðinn höfuð hans
„og smurði urtum þeim, sem
eigi máttu fúna, og kvað þar
yfir galdra og' magnaði svá, að
þat mælti við hann og sagði
honum marga Ieynda hluti.“
Og á ferðurn sínum hafði Óðinn
það jafnan með sér „og sagði
þat honum mörg tíðendi úr öðr-
um heimum.“ Orðið Mimir er
samstofna við enska orðið mem-
ory, minni. Mímir er þannig
persónugerfingur minnisins. Og
það er einmitt smurt urtum
þeim, sem eigi mega fúna, því að
það glatast manninum aldrei
með öllu. Sú íþrótt að kveða
yfir því galdra og magna það,
það er að segja að styrkja það
og þroska, er ekki aðeins á valdi
Óðins, heldur getur hver heil-
brigður maður numið þá íþrótt
sér að gagni. En þá segir líka
minnið honum „marga leynda
hluti“, jafnvel „tíðendi úr öðrum
heimurn", sem honum væru
annars með öllu huldir og hann
fengi enga vitneskju um. Segir
það honum m. a. tíðindi úr ver-
öld liðins tíma, tengir saman
fortíð og nútíð, varðveitir sam-
hengið milli einstakra atvika í
lífssögu mannsins og opnar hon-
um auk þess dyr inn í heiin
æðstu lista, æðri menntunar og
bókmenntalegra og verklegra
erfða.
Þannig' er minnið eitt allra
þýðingarmesta tæki mannsand-
ans. Án þessa dýrmæta hæfileika
kæmu allir æðri, andlegu hæfi-
leikar mannsins honum að litlu
eða engu haldi. Hinsvegar dyggði