Úrval - 01.12.1963, Síða 75
BORGLV HLJÓÐA
87
honum það lítt eitt sér, ef hinna
hæfileika hans missti við, eins
og dæmi sýna um afbrigðilegt
fólk, sem kann að vísu að hafa
gott minni, en skortir t. d
skilning og æðri vitsmuni.
Hvernig er með minnið, hina
hljóðu borg hugans, getur það
rúmað og geymt ótakmarkað?
Eða er réttara að líkja því við
strætisvagn? Hann tekur aðeins
takmarkaðan fjölda farþega, og
þvi fleiri, sem fara upp i hann
að framanverðu eftir að hann
er fullskipaður þvi fleiri og jafn-
margir verða að fara út að aft-
anverðu. Þannig kann þetta að
virðast um minnið. Hið nýja, er
við lærðum, eins og þokar burt
hinu gamla, sem við höfum áður
numið. Og aðeins stærstu at-
burðirnir lifa i minningunni.
En allar líkur benda samt til
þess, að við gleymum í raun
og veru aldrei neinu, og að i
borg hugans sé ótakmarkað riim.
En sumt eins og leitar út í
skuggahverfi og undirheima
þeirrar borgar, en aftur býr
annað i velupplýstu og fjölförnu
miðbiki hennar. Þið hafið e. t. v.
reynt það, að t. d. nafn á ein-
hverjum góðkunningja ykkar er
allt í einu alveg stolið úr ykkur
og þið getið með engu móti
komið því fyrir ykkur, hversu
mjög, sem þið reynið til þess,
en óvænt og síðar skýtur svo
nafninu upp í huganum. Eitt-
hvert lag, orð, atvik,lykt o. s. frv.
vekur oft hugarástand og myndir
frá löngu liðnum tímum, og við
endurlifum það, sem við höfð-
um algerlega „gleymt". í dá-
leiðslu er unnt að kalla frani
og láta mann muna það, sem
hann i vökuástandi hefur enga
hugmynd um. Sum gleymska er
líka líknarsöm ráðstöfun for-
sjónarinnar. Það gæti verið
manninum óbærilegt, ef hann
myndi allt, sem hann reynir eða
fyrir hann ber. Hinsvegar get-
um við og oft á svipstundu sótt
inn í hugarboi'g okkar það, sem
við kjósum. En minnið er okk-
ur ekki alltaf jafntrúr og skyldu-
rækinn þjónn og' við vildum
Það er stundum engu líkara en
að liann hafi fyrirvaralaust
hlaupið úr A’istinni. Minnið er
líka misgott eins og allir með-
fæddir æfileikar manna. Sumir
eru fæddir með gott og traust
minni, en aðrir með lélegt og ó-
áreiðanlegt. En minnið lýtur
hinu sama vaxtar- og hnignunar-
lögmáli og allir andlegir og lík-
amlegir hæfileikar mannsins.
Gott minni getur slappazt, en
lélegt minni má magna og kveða
yfir því þá „galdra“, að það
hatni ótrúlega mikið. Og' slíkt
„höfuð Mímis“ er gott að hafa
jafnan með sér á ferðum sínum.
Mun ég nú benda á nokkrar