Úrval - 01.12.1963, Qupperneq 76
88
ÚR VAL
aðferðir þess að þjálfa og þroska
minnið.
Öll skilningarvit mannsins eru
farvegir skynáhrifa frá umheim-
inum. Þau eru borgarhliðin,
sem boðnir og óboðnir, tignar-
gestir og flökkulýður fara um
inn til hinnar hljóðu borgar
hugans.
1. regla: Æfðu sérstaklega
þann þútt minnisins, sem lakari
er.
Minnið er því i þeim skiln-
ingi margskonar, og má tala um
það í sambandi við sérhvert
þeirra. Hér verður aðeins getið
um tvennskonar minni. Sumir
nema og muna auðveldast það,
sem þeir sjá. Þeir hafa sjón-
minni. Aðrir iæra og muna bezt
það, er þeir heyra. Þeir hafa
heyrnarminni. Talið er, að nor-
rænir menn og Engilsaxar hafa
yfirleitt betra sjónminni, en
suðrænar þjóðir þroskaðra
heyrnarminni. En þetta er að
sjálfsögðu mismunandi bjá ein-
staklingunum. Getur hver og
einn auðveldlega sannreynt á
sjálfum sér, hvor tegund minn-
is honum er meir gefin. Síðan
á að keppa að því að ]jjálfa og
þroska með sér einmitt þann
þáttinn, sem lakari er. Með þvi
móti bætið þið upp og styrkið
einnig hina tegund minnisins,
og stórbatnar þá minnið í heild.
Þeir, sem hafa t. d. lakara heyrn-
arminni en sjónminni, ættu að
leggja sérstaka rækt við að æfa
heyrnarminnið og öfugt. Það
má æfa með þvi t. d. að lesa
upphátt, hlusta á útvarpsfréttir,
fyrirlestra, ræður, á kennarann
í límum o. s. frv., hlusta af slíkri
eftirtekt, að þið getið endursagt,
sem allra nákvæmlegast það, sem
þið heyrið. Með nokkurri æfingu
er unnt að þjálfa sig til þess
að muna jafnvel heilt erindi
svo vel, að maður geti endur-
sagt efni þess, jafnvel að löngum
tíina liðnum. Eins er ágætt að
hlusta í þessu skyni á hljóm-
list og reyna af alefli að að-
greina sem flesta tóna, raddir
eða hljóðfæri. Sjónminni má
æfa á líkan hátt. Næst, er þið
farið i gönguferð, skuluð þið
nema staðar við og við, loka
augunum og' rifja upp, hvað
það var, er þið sáuð. Eða athug-
ið af nákvæmni einhvern hlut
og reynið síðan án þess að horfa
lengur á hann, að segja frá því
sem þið hafið séð. Það er ó-
trúlegt, hvað æfð augu sjá margt,
sem óæfðri sjón er hulið.
2.regla:Vantreystu aldrei minni
þínu.
Margir kannast af eigin raun
við það, sem á skólamáli er kall-
að „prófskrekkur“. Á versta
stigi lýsir hann sér þannig, að