Úrval - 01.12.1963, Side 78
90
ÚR VAL
smáræði, sem þeir áttu að kaupa
fyrir konuna sina i næstu búð!
Lifandi áhugi örvar minnið, en
áhuga- og' sinnuleysi sljóvgar
það. Og' áhugann er unnt að
vekja og rækta bæði i sambandi
við nám og starf. Maður hefur
með höndum starf, sem hann i
fyrstu hefur litinn áhuga á, en
skyldurækni hans knýr hann
til þess að leysa það af hendi
eins vel og honum er unnt.
Smám saman vaknar við það
áhugi hans og' ást á starfinu.
Athygli hans og hugur beinist
að þvi æ meir, og hann tekur
að sökkva sér niður i viðfangs-
efni sitt. Og sem endurgjald
veitir_ starfið honum æ meiri
gleði og fullnægingu. Sjálfur hef-
ur hann stækkað, aðrir hæfileik-
ar hans þroskazt og skapgerð
hans styrkzt. Nám er starf og
hið sama gildir um það. Áhug-
inn skerpir eftirtektina og eykur
einbeitningarhæfni manns. Við
gleymum, af þvi að athyglin
flögrar um eins og fiðrildi. Með
stöðugri, þolinmóðri viðleitni
getum við lært að breiða vængi
óskiptrar athygli um viðfangs-
efni okkar og legg'ja þá saman
yfir það eitt.
4. regla: Flýttu þér hægt og
lærðu með skilningi allt sem
riekilegast og hagkvæmast í upp-
hafi.
Það er gagnslítið að læra eins
og páfagaukur. Minnið geymir
margfalt auðveldar og lengur
alit það, sem kastljós skilnings-
ins hefur fallið yfir. Skýr skiln-
ingur skapar skýrar og lifandi
minnismyndir í huganum af
því, sem við viljum rnuna og
skipar nýrri þekkingu í ljóst
og eðlilegt samband og tengsli
við fyrri þekkingu. Og þvi bet-
ur, sem við lærum eitthvað í
upphafi því betur munum við
það. í þessu sambandi er líka
gagnlegt að vita, að það er auð-
veldara að muna t. d. kvæði
eða annað námsefni með því
að lesa það fyrst yfir allt, átta
sig á því, og læra það siðan í
heild, en ekki einstaka hluta
þess.
5. regla: Rifjaðu sem oftast upp
þelckingu þína.
Vegurinn að borg hugans vex
hrisi og háu grasi eins og hver
annar vegur, sem ekki er troð-
inn. Upprifjun er geysiþýðing'-
armikil til þess að halda vegi
þeim greiðfærum. Mikilvægt er
að deila tímanum rétt og skyn-
samlega milli lesturs og' upprifj-
unar. Ætlið þið ykkur t. d. 30
mín. til að læra eitthvað, þá
megið þið nota aðeins ca. 10
min. til lesturs, en liinn timann
til upprifjunar á þvi, sem þið
lásuð. Námsbók eða önnur, sem