Úrval - 01.12.1963, Síða 79
BORGIN HLJÓÐA
91
við viljum hafa full not af, á
að gegna svipuðu hlutverki og
áminnandinn á leiksviðinu.
Menn gleyma hraðast fyrst. Því
oftar, sem þeir rifja upp fyrir
sér i upphafi það sem þeir vilja
muna, því lengur muna þeir það.
6. regla: Skipuíegðu þekkingu
þína.
Hverja borg þarí' að skipu-
ieggja sem bezt. í borg hugans
þarf líka að vera röð og' regla,
og sérhvað á sínum rétta stað.
Er þið viljið festa í minninu
nýtt þekkingaratriði, þá teng-
ið þið það við það, sem þið vit-
ið íyrir um það efni. Berið sam-
an, hvað er líkt, og hvað óiikt,
endurskoðið það í ljósi þess,
sem þið vitið fyrir i þeirri grein
eða öðrum, og rifjið þannig upp
um ieið fyrri þekkingu ykkar
og haidið henni ferskri og frjórri
og bætið við hana. Þannig skipu-
leggið þið hana i hugarborg
ykkar, raðið henni niður, svo
að hún myndar eina samræmda
heild. Þetta eflir skilninginn og
styrkir og æfir minnið.
Hér hefi ég nú talið nokkrar
gagnlegar reglur þeirrar göfugu
íþróttar að magna minnið, æfa
það og þroska, svo að það geti
fremur orðið það máttugt tæki
mannlegs anda, sem því er ætl-
að að vera, og það getur verið.
Hitt er svo ekki minna atriði,
heldur það stærsta, til hvers við
notum og þjálfum minni okkar,.
og hvað við leyfum inngöngu
og bústað í hugans hljóðu borg,
og hvað við kjósum að geyma
þar. Því að eins og það er, sem
við geymum þar, þannig erum
við.
KBABBAMEIN 1 MUNNI OG TÓBAK.
Amerískir læknar telja, að aukning sú, sem orðið hefur á
krabbameini í munni hjá konum, stafi af auknum reykingum
meðal þeirra. Árið 1943 komu 6 sinnum fleiri karlar en konur
með munnkrabba í sjúkrahús nokkurt í Chicago, en árið 1962
voru karlmennirnir aðeins 4 sinnum fleiri.
(Vie et Santé).
Aldrei ríður þér á að fara eins varlega og þegar þú ert að öllu
sjálfráður um það, hvað þú gerir.