Úrval - 01.12.1963, Page 83
RADDLÍNURIT í STAÐ FINGRAFARA
95
hvort um nokkur þau sjáanleg
frávik væri að ræða, er máli
skiptu.
Til þess að fingraför verði
örugg skilríki til einstaklings-
greiningar, þarf fingrafarasér-
fræðingurinn yfirleitt að hafa
greinileg för eftir flesta eða alla
fingurgóma viðkomanda, og und-
antekningarlaust fleiri en
tveggja. Talið er að nota mætti
sama eða svipað fyrirkomulag
við persónugreiningu samkvæmt
raddmyndum til að tryggja ör-
uggan úrskurð þeirra. í staðinn
fyrir gómför af tíu fingrum,
mætti byggja raddmyndagrein-
ingu á tiu algengustu orðunum
í viðkomandi tungumáli.
Hljómfræðingar og hljómburð-
arfræðingar hafa lengi gert sér
grein fyrir því, hve rödd manna
getur látið ákaflega ólíkt í eyr-
um. Nú hefur ekki eingöngu
tekizt að gera sér grein fyrir
þvi hvað valdi mestu um þann
mismun, heldur og að fá lionum
sýnilegar sannanir.
Þessi mikli raddmunur er
mikilvægt atriði i þeim tilraun-
um —- sem enn eru að vísu á
byrjunarstigi — að smíða vél,
sem skilur og hlýðir mismun-
andi töluðum fyrirskipunum
með mismunandi raddblæ og
málhreimi. Ekki er ólíklegt að
þessi nýja uppfinning geti orð-
ið til að leysa þann vanda —
með raddmyndirnar sem milli-
lið. Það er að minnsta kosti
áreiðanlegt, að röddin getur
veitt meiri upplýsingar um
mann, en okkur grunar.
» »« «
OFFJÖLGUN FÓLKS JAFNGILDIR HUNGRI.
Áður en Kólumbus fann Ameríku bjuggu um 500 þús. Indíánar
í N-Ameriku. Þeir áttu oft við hungursneyð að etja. Nú búa á
sama landsvæði og Kanada um 200 milljónir manna við beztu
lífskjör i heimi. Þetta var hægt vegna skipulagðrar hagnýting-
ar auðlindanna. Þetta dæmi dregur úr hinum mikla og sívax-
andi ótta um offjölgun mannkynsins, sem nú telur 3000 milljónir
og fjölgar mjög ört. Offjölgunin er annað nafn á hungri, segja
margir. Þó er eflaust hægt að hagnýta stórkostlegar auðlind-
ir hélfnumins og ónumins lands og úthafanna. Hið sanna er, að
fólksfjölguninni verður að mæta með vaxandi matvælafram-
leiðslu og framl. annarra neyzluvara, annars er fjölgun mann-
kyns hið sama og vaxandi hungur i heiminum.