Úrval - 01.12.1963, Síða 85
SNIGLASÓTTIN BÖLVALDUR . . .
97
hal'ði verið lítill gaumur gef-
inu, nema af fáéinum sérfræð-
ingum i hitabeítissjúkdómum,
vakti hann óskipta athygli heil-
brigðisyfirvalda um allan heim.
Og nú er viðurkennt, að vel gæti
svo farið, að sniglasótt verði
efst á blaði í heiminum þeirra
sjúkdóma, sem sníkjudýr þessi
valda. Þar sem ekki er hægt
að koma við neinni nákvæmri
talningu i þeim heimshlutum,
þar sem hún er algengust (Af-
ríku, Mið-Austurlöndum, Japan,
Kína, Filippseyjum, Puerto Rico
og viða i hitabeltislöndum Suð-
ur-Ameríku), verður engri tölu
komið á þá, sem nú þegar þjást
af þessum sjúkdómi. En opin-
berlega hefur verið gizkað á
100 milljónir eða meira.
Þrátt fyrir nafn sitt, eru ]iað
þó ekki sniglar, sem valda sótt-
inni beinlinis. Þeir eru smit-
berarnir, sem dreifa henni.
Sjálfri veikinni veldur sníkju-
dýr eða ormur af Schistosoma-
ættinni, og þaðan fær hún ann-
að nafn sitt (á læknamáli),
Scliistosomiasis. Hún er einnig
nefnd bilharziasis, eftir þýzka
sníkjudýrafræðingnum Theodor
Bilharz, sem fann orminn árið
1851.
Áður en ormurinn getur kom-
izt í menn, verður hann að ganga
í gegnum vaxtarstig í líkama
litils snigils, sem lifir í fersku
vatni sem láðs-og-Iagar-dýr.
(Hann lifir ekki í söltu vatni,
og því er hættulaust að synda
í sjó). Þegar egg ormanna klekj-
ast út í tjörn eða á, koma úr
þeim lirfur, sem verða að finna
sér snigil sem „gestgjafa“ inn-
an 35 klukkustuiida eða deyja
ella.
Þegar Iirfan hefur fundið sér
snigil, grefur hún sig inn í hann,
og að átta vikum liðnum fæðir
hún af sér örsmá, örlaga af-
kvæmi í hundraðatali, svonefnd
„cercariæ“, sem svo brjótast út
í vatnið aftur.
Þessi örsmáu kvikindi, sem
nú synda í vatninu, geta orðið
banvæn bæði fyrir menn og
skepnur. Á fáum sekúndum geta
nokkrir tugir þessara litlu
„örva“ grafið sig í gegnum húð-
ina. Og í vanþróuðu löndunuin,
þar sem allir íbúarnir nota vatn
úr ám, tjörnum og' vatnsveitu-
skurðum til drykkjar og þvotta,
skortir hinar, ef til vill banvænu
„örvar“ aldrei fórnardýr.
í mannslíkamanum verða „örv-
arnar“ að litlum ormum, sem
taka sér bólstað í kviðarholinu.
Þar tímgast þær, og (i 10, 29
og jafnvel 30 ár) verpir lcven-
dýrið frá 300 upp i 3000 eggjum
á dag. Nokkur hluti útskilst með
saurnum og kemst í ár og vötn,
þar sem sniglarnir hafast við,
og hefja nýja liringrás. En lang-