Úrval - 01.12.1963, Qupperneq 86
98
ÚR VAL
mestur hluti eggjanna verSur
eftir í líkamanum, án þess að
klekjast út. Það er hinn óskap-
legi fjöldi þessara eggja, sem
sjúkdóminum veidur. Þau berast
með bióðinu til iifrarinnar,
blöðrunnar og miltisins, og
hlaðast þar upp, unz þau stífla
allan vökvastraum að þeim og
frá.
Að þrem vikum iiðnum hioss-
ar venjulega upp hár hiti, með
þrautum um allan líkamann,
niðurgangi og fullkomnu magn-
ieysi. Að tiu vikum liðnum, eða
svo, dregur úr þessum einkenn-
um, og þá hefst iangvinna (kron-
iska) stig sjúkdómsins.
Þar sem fjöldi eggjanna er
ótölulegur, valda þau alvarlegri
lifrarsýki. Miltið stækkar svo
óskaplega, að það er líkast því,
sem sjúklingurinn hafi gleypt
vatnsmelónu. Hann verður stöð-
ugt blóðminni, magrari og magn-
lausari. Stundum geta eggin
líka borizt til lungnanna, og
valdið þar ástandi, sem líkist
berklaveiki. Oft verður þetta
banvænt, með kveljandi lang-
dregnum dauðdaga.
Lýsing á sniglasótt hefur fund-
izt á 4000 ára gömlum „papyr-
us“-stranga. £n „Alþjóða Heil-
brigðismálastofnunin“ nefnir
hana í dag „tilbúna af mönn-
um“. Með geysilegum áveitu-
framkvæmdum i vanþróuðúm
hlutum heims, er maðurinn að
úthreiða hana, því að hvar sem
ferskt áveituvatn flæðir, berast
sniglasmitberarnir með þvi.
í Kongó t. d. óx hlutfallstala
sjúklinganna úr þrem hundraðs-
hlutum í 35 á einu ári, vegna
stækkunar á áveitukerfi hris-
grjónaakra. Skýrt hefur verið
frá aukinni útbreiðslu sjúkdóms-
ins í héruðunum umhverfis
hina nýju höfuðborg Brasilíu.
Nýlega tvöfaldaðist sjúklinga-
fjöldinn á litlu áveitusvæði í
Egyptalandi.
í Suður-Rhodesiu varð að
hætta við áveituframkvæmdir,
sem kostað höfðu 3 milljónir
punda, sökum þess að með þeim
bárust sniglar til landsvæða,
þar scm sjúkdómurinn hafði
ekki verið til áður. Þegar ein
milljón af 214 milljón ibúanna
hafði tekið sjúkdóminn, varaði
landlæknirinn í Suður Rhodes-
íu heiminn stranglega við því,
að miklar áveituframkvæmdir
„gætu brotið niður heilsu heillar
þjóðar, svo að hinar glæsilegustu
framtíðaráætlanir hennar tækju
sorglegan endi.“
Þegar farsóttin blossaði upp
á Leyte, hófu vísindamenn ákafa
árás á sjúkdóminn. Landher
og sjóher Bandarikjanna sendu í
skyndi rannsóknarflokk þangað.
Læknar tóku til óspilltra mála
að rannsaka meðferð sjúkdóms-