Úrval - 01.12.1963, Blaðsíða 87
SNIGLASÓTTIN BÖLVALDUR . ..
99
ins, en sýklafræðingar sökktu
sér niður i æviferil ormsins.
Fótgönguliðarnir furðuðu sig á
að sjá ungan sjóliðsforingja
skríðandi á árbökkunum og
safna sniglum til að mála þá
gula. Liðsforinginn — R. Tuck-
er Abbott, sem hafði verið við
háskólanám m. a. i lindýrafræði
( malacologny), þegar ófriður-
inn truflaði hann við námið -—
var nú að rannsaka lífshætti
sniglanna.
Hóþur af eiturlyfjafræðingum
var að reyna að framleiða nægi-
lega kröftugan lindýraeyði eða
sniglaeitur. Þeir töldu, eins og
flestir slikir fræðimenn nú á
dögum, að bezta leiðin til að
ná tökuin á sjúkdómnum, væri
að rjúfa hringrásina milli manns
og snigils, með því að eyða
sniglunum. En til þess að það
tækist, urðu eiturlyfjafræðing-
arnir að vera öruggir um, að
eitrið sem þeir settu í vatnið,
þar sem sniglarnir lifðu, eyddi
eggjum sniglanna ekki síður en
sniglunum sjálfum. En eggin
tókst þeim ekki að finna.
Þá var það, sem þeir leituðu
aðstoðar Abbotts liðsforingja.
Efíir þriggja mánaða misheppn-
aða leit, komst hann að raun
um, að lcvensnigillinn felur egg-
sin fyrir eggjaræningjum, með
þvi að dulbúa þau eins og saur-
ltöggla. Þegar eggin voru fund-
in, kom i ljós, að allar eitur-
tegundirnar, sem fræðimenn-
irnir höfðu framleitt, nema tvær,
voru skaðlausar fyrir eggin.
Nú víkur sögunni til Egypta-
lands, þar sem einmana, 67 ára,
amerískur læknir lagði djarf-
legan skerf til baráttunnar. Dr.
Claude Barlow, sem þá var
starfsmaður egypsku heilbrigð-
isstjórnarinnar, sá einstöku til-
felli af sjúkdómnum meðal her-
sveita, sem lágu í herbúðum í
Nílardalnum. Hann vissi að
naumast einn af þúsund amer-
ískra lækna mundi þekkja sjúk-
dóminn, þar sem hans var að
litlu getið i læknisfræðiritum.
Hann lét nú lifandi „cercariæ“
á kvið sér og taldi stungugötin
eftir þær, þar sem þær stungu
sér inn um húðina, og reynd-
ust þau 224. Og nú gerði hann
þá athugun, sem óneitanlega
verður að teljast frumlegasta
rannsókn, sem nokkru sinni
hefur verið gerð á sniglasótt —
enda þótt hann væri stundum
svo veikur, að hann yrði að
skríða úr rúminu að smásjánni.
Lyfið, sem hann notaði til
að lækna sig með, var uppsölu-
vínsteinn (tartras stibico-kali-
cus), áhrifamesta lyfið, sem enn
var þekkt við sjúkdómnum. Til
allrar ógæfu er það mjög eitrað.
„Það er ógeðslegasta meðferð,
sem hægt er að hugsa sér“ seg-