Úrval - 01.12.1963, Qupperneq 91
.4 LÞJÓÐA LÖGREGLAN „INTEfíPOL"
103
legt ofbeldi og iíkamleg átök.“
Leit að morðingjum er ekki stór
þáttur í starfsemi Interpol. Það
er einkennilegt sameinkenni
morðingja, að þeir gera mjög
sjaldan tilraun til þess að yfir-
gefa land það, sem þeir búa í.
Enbættismenn Interpol leyna
þvi ekki, liversu leitt þeim þykir,
að hin kommúnisku ríki skuii
ekki vilja hafa samvinnu við
stofnunina. Kinverska Alþýðulýð-
veldið er ein helzta uppsprettu-
lind hráópíums þess, sem endar
hlykkjótta leið sína í eiturlyfja-
sprautu eiturlyfjaneytenda i
Montreai eða Sydney. Hinn sov-
ézki svarti markaður með gim-
steina er sem segull, er dregur
að sér stolna steina. Líklegustu
kaupendur myndanna, sem stol-
ið var í Lundúnum, búa handan
landamæra kommúnisku ríkj-
anna.
KAMILLA OG PIPARRÓT.
Kamillan er ein þeirra jurta, sem frá fornu fari eru taldar
hafa læknandi eiginleika. Hú hefir verið notuð við kvefi og öðr-
um sjúkdómum í kinnbeinaholum, nefi, hálsi og lungum, ýmist
seiðið af henni til drykkjar eða gufa af kamilluseiði. Og menn
þóttust hafa reynslu af því, að almenn líðan batnaði jafnframt.
Áhrifin voru þökkuð hinum rokgjörnu olíum jurtarinnar.
Nú hafa rannsóknir sýnt, að örlitið magn af Þessum olíum
verkar gegn sýklaeitri, bæði eitri, sem klasagerlar (staphylo-
kokkar) og keðjugerlar (streptokokkar) framleiða. Olían verkar
ekki á gerlana sjálfa, en hún eyðir áhrifum eitursins og gerir
það óvirkt. Þetta sýna líka hin góðu áhrif kamillubakstra á sár
og bólgur.
Seyði af piparrót er einnig talið hafa læknandi eiginleika, líkt
og kamilluseyði. Og nú er það komið i ljós, að það vinnur einn-
ig gegn sýklaeitri, en á annan hátt en kamilluseyðið. Því að
piparrótaseyði kemur í veg fyrir, að fyrrgreindir sýklar fram-
leiði eiturefni þau, sem sjúkdómseinkennum valda.
CCJr lœknaritinu „Hippokrates“J.
Skilgreining á fyrirbrygðinu „bifreiðaeigandi": Maðurinn, sem
opnar alltaf bílhurðina aftur, þegar þú ert nýbúinn að loka henni,
og skellir henni enn fastar aftur.