Úrval - 01.12.1963, Side 95
JÓL A HAWAIIEYJUM
107
söng. Predikunin er flutt á haw-
íaiisku, rikri og hljómfagurri
tungu, en sóknarbörnin, menn
konur og börn, af átta mismun-
andi þjóðernum sitja hlið við
lilið í fullri sátt. Ef maður lok-
aði agunum í hinni miklu Kaw-
aiahao kirkju hefði verið hægt
að ímynda /5ér, að maður væri
staddur á Nýja Englandi á ný-
lendutímunum, því að trúar-
andinn, sem þarna ríkti, er sá
sami og i þá daga.
En einhvernveginn skýtur
alltaf einhver ósamkvæmni upp
kollinum. í stóru verzlununinni
niður með g'ötnni, þar sem kirkj-
an er, eru gluggarnir fullir af
útskornuin myndum af hjálpar-
liði jólasveinsins, og ég efast
um, að börnin á meginlandinu
myndu kannast við þann hóp.
Því að þetta eru ekki vættir,
álfar eða dvergar. A Hawaii
eru hjálparvættir jólasveinsins
menehunes, þetta smávaxna
þjóðsögufólk, sem byggði eyj-
arnar, áður en Polynesar komu
þangað. Það myndi mörgum
bregða i brún, ef hann sæi,
hvað einn menehune getur gert,
þegar enginn sér til. Á jólunum
eru þeir alltaf lijálpfúsir, og
börnin elska bústnu litlu and-
litin þeirra.
En til þess að kynnast raun-
verulegum jólum á Hawaii verð-
ur maður að finna sér afslcekkí
þorp á stóru eynni. Það er Kea-
papa-fjölskyldan, sem er að búa
sig undir að halda hátíðlega
eftirlætishátið sína. Keapaparn-
ir trúa því, að fagna beri jól-
um með pomp og pragt. Þess-
vegna klæðast þeir holoholo kaa,
gömlum búningi, sem fór úr
tízku á hinum siðmenntuðu lilut-
um eyjanna fyrir eitthvað þrjá-
tíu árum. Þegar kvölda tekur á
aðfangadagskvöld, troðast Kea-
paparnir, ellefu talsins, upp í
gamla bilinn sinn. Tveir menn
halda gitörum sínum út um
gluggana til þess að brjóta þá
ekki, og i hægra framsætinu
sitúr Emma frænka með kon-
unglegri reisn í svörtu hololcu,
sem er vel pressað og hrukku-
laust. Tveir strákanna finna
sér vafasamt afdrep á aftur-
höggdeyfaranum, og siðan legg-
ur fjölskyldan af stað.
Fyrst koma þau við heima
hjá húsbónda Jimmy Keapapa.
Fjölskyldan stígur út úr bilnum,
raðar sér snyrtilega kringum
mennina tvo með gitarana og
aðra tvo með ukelele, og svo
syngja þau öll gamlan enskan
jólasálm. Það kvikna ljós i öll-
um gluggum, og bráðlega kemur
húsbóndinn út á svalirnar á-
samt fjölskyldu sinni.
Hrynjandi gítaranna eykst ögn
og Emma frænka stígur fram og
heldur i holoku-fetilinn með