Úrval - 01.12.1963, Qupperneq 96
108
ÚR VAL
vinstri hendi, þar til hún finn-
ur sér sléttan blett. Síðan spark-
ar hún af sér skónnm og læt-
ur langan kjólinn lausan, lyftir
handleggjunum og tekur að
dansa mikilfenglegan huladans.
„Beinið hílljósunum að henni!“
kallar einhver, og einn af Kea-
papa strákunum snýr bílnum,
þannig að Emma frænka dans-
at' þarna í ímynduðu tunglskini.
Hún er gráhærð og eitthvað
200 pund á þyngd og næstum
því sex fet á hæð, en þarna
sem tígulegar hendur hennar
vindast í tindrandi birtunni,
vekur hún með mönnum minn-
ingar um gamla daga. Þegar
lagið er á enda, leggur hún
hægt hendur saman, hneigir sig
djúpt og hverfur af sviðinu með
miklum tignarbrag. Nú er dans-
að og sungið fram eftir nóttu.
Það trúa ekki allir hinir
600.000 íbúar Hawaii á jólin,
og þetta skapar nokkur vanda-
mál. Allnokkrar fjölskyldur, sem
flutzt hafa frá Asíu, tóku með
sér Búddatrú, og þær hafa hald-
ið tryggð við þessa trú mann-
gæzku og kærleika. í fyrstu litu
þessar fjölskyldur á jólin sem
undarlegan dag, sem aðeins
kristnir menn héldu hátíðlegan,
en hrátt komust börnin að þvi,
að ef þau leyfðu foreldrum sín-
um að láta jólin um garð ganga,
þá misstu þau af gjöfum, dá-
samlegu jólaleyfi og ógrynni af
góðuxn mat. Þannig skall á vin-
samlegt stríð milli kynslóðanna,
þar til loks tókust friðarsátt-
málar.
Þeir eyjaskeggjar, sem ekki
eru kristnir, skiptast nú á gjöf-
um, skreyta heimili sin, halda
þar hátíð mikla og gefa auð-
vitað hörnunum gjafir. Vinsælir
jólasálmar hafa nú týnt kristn-
um tekstum sínum, en fengið i
staðinn verk úr sutras, hinurn
helgu ritum Búddhatrúarmanna.
Börnin í þessum fjölskyldum
biða eftir því, að jólasveinninn
heimsæki þau i þyrlu, sem kem-
ur honum að góðu gagni, er hann
kemur til eyjanna, og það væri
erfitt fyrir aðkomumann að
segja: „Þesi fjölskylda er Búdda-
trúar, þessi er kristin.“ Ekki
á þetta sízt við, ef fjölskyldurn-
ar eiga börn.
Hin siðbundna hátið inn-
fæddra, sem ég lýsti hér að
framan, er nú orðin svo kostn-
aðarsöm, að fáar fjölskyldur
hafa efni á henni. Flestir eyja-
skeggja, af hvaða kynstofni, sem
þeir eru, halda jólin hátíðleg
með steiktum kalkún, og þetta
vekur menn til umhugsunar. í
gamla daga, þegar þurfti að
flytja inn kalkúna með miklurn
tilkostnaði frá meginlandinu,
var þessi hænsnfugl einn helzti
hátiðarréttur á eyjunum. Hús-