Úrval - 01.12.1963, Side 97
JÓL Á HAWAIIEYJUM
109
bóndinn borðaði kalkún. Að-
stoðarmenn hans fengu bara
svín, og margur metnaðargjarn
eyjastrákur lét sig' dreyma um
þann dag, þegar hann fengi kalk-
ún í jólamatinn. En nú er ann-
að uppi á teningunum. Hrað-
skreið skip með frystiklefum,
sem flytja frosin matvæli frá
Californiu, hafa orðið til þess
að kalkún er orðin ein ódýr-
asta matvaran á eyjunum, en
svín, sem þarf að rækta á eyj-
unum sjálfum, þar sem landið
verður sífellt dýrara, eru orðin
afar há i verði. í dag hefur
aðeins efnafólk ráð á að borða
svín, en hver maður getur veitt
sér kalkún.
En það myndi ekki hver mað-
ur finna, að hann væri að borða
kalkún eins og hann er fram-
reiddur þarna. Síðast er ég fékk
kalkún á Hawaii, var hann soð-
inn með /erzyofcz-aðferðinni
(glóðarsteiktur á japanska visu),
og á eyjunum hef ég aldrei
fengið hvítar eða sætar kart-
öflur með kalkúninum. Með-
lætið er alltaf hrisgrjón og soya-
sósa. Snúðarnir eru fylltir með
kókosi, saltið er papaya og eft-
irrétturinn gæti verið avocado-
ís.
Það er dásamlegt að þiggja
jólagjafir á Hawaii. Það kemur
manni auðvitað þægilega á ó-
vart, þegar nágranninn færir
manni fjórar orkídeur í pottum
úr garði sínum, eða þegar vinur
manns frá Filippseyjum kemur
með skyrtu ofna úr gisnum anan-
astrefjum. Allt virðist einhvern-
veginn bera með sér keim eyj-
anna. Kannski er gjöfin vafin
inn i fágætan hríspappír frá
Kina eða i þykkan, innfluttan
japanskan pappír, þar sem við-
artrefjarnar sjást greinilega eða
fíngerðan og ilmandi pappír
frá Frakklandi. Dásamlegastur
fannst mér rauðbrúni tapa-
pappírinn, sem búinn er til á
eyjunum; mynstrið var innflutt
fyrir þúsund árum frá eyjum
eins og Samoa og Tahiti. Sér-
stök ánægja var að fá diska,
sem skornir voru úr hinu dökka
tré, sem finnst á eyjunum, þægi-
lega og notalega skó, sem eiga
sér austurlenzkar fyrirmyndir
og liin litriku efni eyjaskeggja,
sem náð hafa svo miklum vin-
sældum á meginlandinu. Helztu
verzlanir gera sér far urh að
hafa fyrirliggjandi nokkra
minkaloðfeldi fyrir konur, sem
þurfa kannski að skreppa til
Chicago eða Parisar, og þarna
má finna næstum hvaða gjöf
sem hægt er að finna i New
York, en mest töfrandi og ó-
væntast er þó að fá gjöf, sem
ber sannan keim af eyjunum.
Ég heyri enn gestinn, sem sagði,
glaður í bragði: „Ég fékk tvær