Úrval - 01.12.1963, Page 98
110
ÚR VAL
iókoshnetur og fjögur papayas
í jólagjöf
Minnisstæðasti atburðurinn
frá jólunum á Hawaii er mér,
jaegar hátíðahöldin, sem stóðu
í eina viku, tóku enda í sem
kalla mætti einum allsherjar
dýrðarljóma, en það hlotnast
aðeins þeim fáu heppnu gestum,
sem þar dveljast á gamlárskvöld.
Því að nokkrum dögum eftir
jóladag hafði ég tekið eftir
tvennu, sem mér kom einkenni-
lega fyrir sjónir: ég sá heimilis-
feður draga heim pakka, ein-
kennilega í laginu, sem þeir
höfðu keypt i kínverskum verzl-
unum; og dagblöðin á eyjunni
vöruðu lesendur sína dag eftir
dag við þvi, að í ár hefði lög-
reglu verið gert aðvart og hún
væri staðráðin í því að hand-
taka hvern þann, sem kveikti
í flugeldum.
A gamlárskvöld var mér boð-
ið heim til Vincent Esposito,
kunns öldung'ardeildarþing-
manns í Honolulu og hinnar
töfrandi kóreönsku eiginkonu
hans. Þau sögðu: „Við snæðum
um ellefuleytið.“
„Hversvegna svona seint?“
spufði ég.
„Langar þig ekki til að horfa
á flugeldana?“ svaraði öldunga-
deildarþingmaðurinn.
„En ég hélt, að það væri bann-
að með lögum að skjóta flug'-
eldum,“ svaraði ég.
„Satt er það,“ viðurkenndi
hann. „Stranglega bannað með
lögum. En þetta er nú einu sinni
Hawaii.
Þegar klukkuna vantaði eina
mínútu í tólf, sagði Esposito
hress í bragði: „Það er allt að
verða tilbúið þarna niðurfrá,"
og við fórum á eftir honum
út á svalirnar upp í fjallshlíð-
inni, þar sem sást yfir alla Hono-
lulu.
Á næstu minútu gerðist nokk-
uð, sem ég trúi næstum ekki
að hafi gerzt. Næstum frá hverju
húsi þarna niðri sá ég spúast
eld og blossa. Mér fannst eins
og öll borgin væri að springa.
Ég hafði aldrei séð slika sýn-
ingu fyrr. Frá heimilum Kín-
verja spruttu elddrekar, sem
sltriðu um himinhvelfinguna.
Frá svölum ráðsettra banka-
manna spruttu hvellandi púður-
kerlingar. Einn maður, sem bjó
nálægt lögreglustjóranum hlýt-
ur að hafa haft heilt vopnabúr
niðri i kjallaranum hjá sér, því
að hann var allsráðandi yfir
sinum hluta himinhvelfingar-
innar i fimmtán mínútur.
Þarna voru litlar púðurkerl-
ingar, stórar púðurkerlingar og
stærðar skrímsli. Bláar stjörnur,
rauð eldhjól, silfursnjór og þús-
undir blysa. Á einum stað sé ég
vangamynd af Eisenhower for-