Úrval - 01.12.1963, Síða 99
JÓL Á HAWAIIEYJUM
111
seta við liliðina á bandaríska
fánanum. Frá öðrum stað kom
dýrleg buna af rauðum og græn-
um fossum, fimm lnindruð feta
háum.
Þeíta var stórfenglegasta mið-
nætursýning, sem ég hef nokk-
urn tíma séð. Og áður en langt
um leið, sveif reykslikja yfir
borginni fyrir fótum mér, svo
miklar böfðu sprengingarnar
verið. Ég var bókstaflega þrumu
lostinn eftir sýninguna, en Espo-
sito öldungadeildarþingmaður
hristi höfuðuð raunamæddur.
„Þetta var heldur lítilfjörlegt
i ár,“ sagði hann hugsi. „Þessi
nýju lög urðu til þess, að fólkið
hélt þetta ekki almennilega há-
tiðlegt."
Svo að ef þér þekkið ein-
livern, sem er orðinn leiður á
jólunum upp á gamla mátann,
þá skuluð þér hvetja bann til
þess að dveljast yfir hátíðarnar
á Hawaii. Þarna mun hann finna
fullkomna blöndu af gömlu og
nýju, vestri og austri. Þarna
getur hann borðað annaðhvort
kalkún frá Vermont eða steikt
svin frá Polynesíu. Hann getur
séð búladans og ljómandi ung
andlit sett í ramma af kolsvörtu
hári. Og ef hann dvelst þarna
þar til hátiðinni lýkur, getur
hann klifrað upp á einhverja
hæðina og horft á Honolulu
springa i loft upp að heita má.
Og hailn mun ávallt heyra fyrir
eyrum sér hina Ijúfu kveðju
eyjaskeggja: „Mele kalikimaka.“
NÝR KAFBÁTUR TIL HAFRANNSÓKNA.
Fyrsta kafbátnum með tveggja manna áhöfn og tólf fet á
lengd var hleypt af stokkunum við San Franciscoflóa ekki alls
fyrir löngu. Báturinn, sem er eins og tundurskeyti í laginu, á
að gegna mikilvægu hlutverki við neðansjávarrannsóknir.
(Market News Service).
Eiginmaðurinn segir við eiginkonuna: Æ, vertu nú ekki að
þvo upp þessa diska í kvöld, elskan mín. Þetta er nú afmælis
dagurinn þinn .... geymdu þá heldur þangað til á morgun.
Menn koma oft ekki auga á hamingjuna, vegna þess að hún
kostar stundum ekki neitt.