Úrval - 01.12.1963, Page 100
112
ÚR VAL
Lýsing raflampaverksmiðju á
framleiðslu sinni: „Tvöfalt sterk-
ari birta, ef tveir eru notaðir
-saman." Já, það má nú segja, að
vísindunum fleygir sífellt fram!
Gullhömrum má líkja við ilm-
vatn. Það á að anda slíku að sér,
en ekki gleypa það.
-5£-
Það hafði tekið eiginkonuna
háiftíma að lýsa sjúkdómseinkenn-
um mannsins fyrir ■ lækninum.
Læknirinn gekk að því búnu að
beði hins sjúka og hvislaði að
honum: „Heyrðu, segðu mér nú
alveg satt: Viltu raunverulega að
þér batni?“
-5£-
Konan þjáist, vegna þess að
hún kaupir skó, sem hæfa tilefn-
inu í stað þess að hæfa fótum
hennar.
-5£-
Listamannsskapgerð uppgötvast
sjaldan fyrr en orðið er um sein-
an að byrja að flengja.
-J£-
Tómstundastarf: Erfitt starf,
sem þú myndir ekki stunda Þér til
lifsviðurværis.
•5£-
Tilkynning I sveitaveitingahúsi:
>,E'f steikin okkar er of seig fyrir
þig ... skaltu bara fara. Þetta er
enginn staður fyrir veimiltítur.“
-í£-
Auglýsing í glugga lánaskrif-
stofu: Þetta er einmitt rétti stað-
urinn fyrir mann þann, sem á
allt og hefur ekki enn greitt fyrir
það.
-5£-
Hún: „Auðvitað get ég lifað
á launum þinum, en mér er spurn:
Á hverju ætlar þú eiginlega að
lifa?"
-x-
Grátur er vörn og skjól óásjá-
legra kvenna . . . en glötun hinna
fögru.
Oscar Wilde
-5£
Bekkurinn var beðinn að skrifa
sögu eða ritgerð með frumlegum
og óvæntum endi. Hæsta einkunn
var gefin eftirfarandi:
„Viltu giftast mér?“ spurði hann.
„Nei“, svaraði hún.
Og þau lifðu hamingjusöm til
æviloka.
-ír
Maður nokkur frá Eire í Penn-
sylvaniufylki hafði pantað gisti-
herbergi á Hotel Taft í New York.
Skömmu seinna fékk gistihús-
stjórinn eftirfarandi bréf frá hon-
um.
Kæri herra:
Mér þykir leitt að verða að
tilkynna yður, að vegna óvænts
morðs í fjölskyldunni verð ég að
afturkalla herbergjapöntun mína.“