Úrval - 01.12.1963, Side 104
116
Ú R V A L
upp fyrir frostmark, að minnsta
kosti tvö ár. Hinsvegar er það
oftast svo um staðfrost, að það
helzt yfirleitt svo öldum og ár-
þúsundum skiptir, og vafalaust
hefur svo verið þarna, sem loð-
fílarnir varðveittust.
Þó að staðfrostið sé oftast-
nær þurrt, er yfirleitt alltaf um
nokkurn ís að ræða, ýmist í
lögum eða óreglulega mynduð-
um klumpum og hnullungum,
og geta ísalögin jafnvel orðið
nokkur fet á þykkt. Það er djúp-
frostið og þó einkum þessi milli-
ísalög, sem valda samfelldri
hörku jarðvegsins.
Þar sem takmörk staðfrosts-
ins, bæði að þykkt og víðáttu,
eru ekki nákvæmlega kunn, og
þar sem þessa fyrirbæris gætir
fyrst og fremst neðanjarðar, er
ógerlegt að fá vitneskju um ís-
magnið, sem þar kann að leyn-
ast. Þó vitum við nægilega mik-
ið til þess, að geta dregið af
því þá ályktun, að magn þess íss,
sem er niðribirgt, hljóti að vera
gífurlegt. Staðfrostasvæðin eru
að minnsta kosti eins víð og
þau, sem þakin eru yfirborðs-
jökli, en þau teljast nú tíundi
hluti alls þurrlendisins.
Staðfrostasvæðin á nyrðri helft
jarðar liggja í viðan hring um-
hverfis Nórðurlieimsskautið, frá
ströndum Norður-íshafsins og
langt suður á bóginn í Austur-
Kanada og inn yfir miðja Síber-
íu, langt suður í Mansjúríu og
Mongólíu. Þá teygja sig mjóar
álmur þess alla leið suður í
Klettafjöllin og Úralfjöllin. Mjóst
er þetta svæði nyrzt í Evrópu,
þar sem Golfstraumurinn ýtir
jöðrum þess norður á bóginn,
eins og hafíslögunum. Þar sem
staðfrostið byggist að mestu
leyti á liitastigi, er lítið sam-
band á milli þess og yfirborðs-
jöklanna, þar eð myndun þeirra
byggist einnig á ýmsum öðrum
aðstæðum.
í allt að því helmingi Kanada
er staðfrost í jörðu. í Sovét-
ríkjunum er staðfrostasvæðið að
minnsta kosti tvöfalt stærra en
öll Bandaríkin. Þá eru tindar
hæstu fjalla einnig staðfrosnir
—- Alpafjallanna, Himalayafjalla,
Klettafjalla og Andesfjalla, svo
nokkur dæmi séu nefnd, en þess
getur lika gætt í mun lægri fjall-
görðum, fjarri takmörkum stað-
frostasvæðanna.
Staðfrostið ræður ríkjum hvar-
vetna þar, sem strendurnar við
Suður-íshafið eru ekki undir
jökli, og vel má vera að það
nái eitthvað inn undir jökul-
liettu Suðurheimskautslandsins,
sé jafnvel undir lienni allri.
Eyjarnar á milli Suður-Ameríku
og Suðurheimskautslandsins telj-
ast á valdasvæði staðfrostsins.
Að vissu leyti er staðfrostslínan