Úrval - 01.12.1963, Page 107
FREÐIN JÖRÐ
119
er hún annaðhvort tiltölulega
þunn eða fyrirfinnst alls ekki.
Þó að staðfrostskánin sé þykk-
ust undir freðmýrunum norðan
h.eimskautsbaugs, nær hún á
vissum stöðum langt suður undir
skógasvæðin. Tré þau og plönt-
ur, sem eiga sér djúpar og mikl-
ar rætur dafna ekki þar sem
staðfrostskánin er undir, eða
ná þar ekki nema litlum þroska.
Einkum á þetta við, þar sem hið
„virka“ jarðvegslag er mjög
grunnt, svo að frostið liggur
stöðugt við rótarsprotana. Þó
geta vissar trjátegundir myndað
þar þéttan og hávaxinn skóg,
sem ekki eru nema fjögur eða
fimm fet ofan að staðfrostskán-
inni. Og þar sem ekki þiðnar
nema um 18 þumlunga þykkt
lag vaxa oft þéttir runnar, skóg-
ur lágra trjáa.
Á þeim landsvæðum, þar sem
frost fer úr jörðu á vorin, helzt
jarðvegurinn að sjálfsögðu blaut-
ur og forarkenndur um nokkurt
skeið, eða þar til vatnið hefur
sigið niður um göng og sprung-
ur í undirstöðubergið, eða fund-
ið sér leið i læki og árfarvegi.
Þannig er það ekki á þeim
landsvæðum þar sem staðfrost er
undir. Þegar hið virka lag hef-
ur þiðnað, myndast þar forað,
sem helzt að miklu leyti jafn-
blautt, unz það frýs aftur á
haustin. Smágerð mold og önnur
fínmulin jarðvegsefni ofan á
frostskáninni, mynda þá oft
einskonar hlaup, sem getur flætt
og runnið til eins og seig leðja.
Þetta jarðvegshlaup er oft kall-
að „eðja“, til aðgreiningar frá
leðjunni, sem myndast á annan
hátt. Og þar sem undirlag eðju
þessarar er yfirleytt hált og hart,
leitar hún að sjálfsögðu stöðugt
undan brekkunni. Þar sem gróð-
urlagið er haldlítið, eða eðjan
hefur sprengt það af sér, getur
hún fossað fram sem lækur eða
skriða. Það fyrirbæri er ákaflega
algengt í heimskautslöndunum,
og annarsstaðar þar sem stað-
frostskán er undir.
Það er einmitt þessi eiginleiki
virka jarðvegslagsins, sem er
erfiðasti tálminn fyrir landnámi
i þessum svæðum. Hann tor-
veldar t. d. ákaflega alla vega-
lagningu. Sé hús reist í halla,
er eins víst að eðjustraumur-
inn hrífi það með sér, eða þá
að þungi þess þrýstir eðjunni
undan sér, svo að byggingin
skekkist og skælist á grunni.
Þar sem hið virka jarðvegs-
Iag er grunnt, er ekki eins mikil
hætta á að þessi eiginleiki eðj-
unnar valdi alvarlegum skemmd-
um eða raski. En þar eru það
aftur á móti eiginleikar stað-
frostskánarinnar sjálfrar, sem
valdið geta vandræðum. Stað-
frostskánin er jafn stöðugur