Úrval - 01.12.1963, Qupperneq 108
120
ÚRVAL
grundvöllur og sjálft undirstöðu-
bergið fyrir byggingar, stíflu-
garða og vegi — ef frostið i
henni helzt. En leggi hita, til
dæmis niður um gólf á húsi,
getur þiðnað þar dæld i skán-
ina, þar sem jarðvegurinn hefur
ekki sama burðarmagn og hún
sjálf, og það getur orðið til þess
að byggingin missigi og skekk-
ist, og verði fyrir alvarlegum
skemmdum þess vegna.
Það er að vísu ekki hundrað í
hættunni þó að lágreistur kofi
hallist eitthvað. En staðfrost-
skánin ber ekki minnstu virð-
ingu fyrir stærð mannvirkjanna,
og því verður meiri og þyngri
byggingum líka hætt.
Yfirleitt stafa vandræðin fyrst
og fremst af því, að ekki hefur
verið hirt um nauðsynlegar var-
úðarráðstafanir. Það getur til
dæmis verið nóg að reisa bygg-
inguna á stólpum, þannig að
nokkurt bil sé á milli gólfsins
og jarðvegsins, svo að hitann
leggi ekki ofan i staðfrostskán-
ina. Þar sem vandræðin stafa
yfirleitt af því, að jarðlagið und-
ir byggingunni eða öðru mann-
virki þiðnar. er það fyrirkomu-
lag notað við sumar byggingar,
að kælikerfi er komið fyrir í
grunninum, svo að frostið hald-
ist. Það getur að visu kostað
talsvert, en er þó yfirleitt mun
ódýrara en miklar viðgerðir.
Þó að gera megi vegi. og leggja
járnbrautir um þau svæði, þar
sem staðfrostskánin er undir,
hefur það alltaf ýmsa örðug-
leika i för með sér, sem verk-
fræðingunum getur reynzt tor-
velt að leysa. Það eitt, að gróð-
urlaginu er flett ofan af, getur
valdið þiðnun, þar sem gróður-
lagið hefur virkað sem einskon-
ar hitaeinangrun, og við það
getur svo myndazt holklaki.
Fyrir það verður ekki hjá því
komizt, að stöðugt þurfi að
vinna að lagfæringum og endur-
bótum, jafnvel breyta um vegar-
stæði á köflum. Þó getur stað-
frostið orðið að liði, þar sem
fylla þarf upp djúpar lautir eða
dældir; það leggur þá smám-
saman upp i fyllinguna og gerir
hana þannig stöðugri. Sé unnt
að koma í veg fyrir þiðnun
staðfrostskánarinnar af völdum
mannvirkjagerða, myndar hún
öruggt lag undir þungar járn-
brautir og flugvelli.
Landbúnaðurinn sleppur ekki
heldur við þungar búsifjar af
völdum staðfrostsins. Þegar ak-
ur hefur verið plægður, er hætt
við að þiðni holur og gjótur
ofan í skánina, yfirborðsjarð-
vegurinn missigi eða renni til.
Enn er það einn af þeim örð-
ugleikum, sem staðfrostið vekl-
ur þeim er búa í horgum, þor])-
um eða vinnubúðus) i nyrstu