Úrval - 01.12.1963, Blaðsíða 110
122
UR VAL
gömul, er ekki ólíklegt, að hún
haí'i myndazt viö sömu skilyrði,
varðandi loftslag og yeðurfar,
eða mjög svipuð, og ráðandi eru
á þessum svæðum enn i dag.
Rannsóknir, bæði á jarðvegi og
öðru, sem til greina kemur,
þykja hafa sannað, að það hafi
tekið að minnsta kosti nokkur
þúsund ár að myndast gæti 1000
feta þykka frostskán í Norður-
Síberíu, við sömu skilyrði veð-
urs og loftslags og þar er ríkj-
andi í dag — en hún hefði
engu að síður getað myndazt.
Það er hinsvegar óvefengjan-
lega sannað, að staðfrostskánin,
þar sem hún teigir sig lengst
suður á bóginn, eigi uppruna
að rekja til mun kaldara veður-
fars, en þar er í dag. Á þessum
svæðum er ófrosið lag á vetr-
um á milli yfirborðsfrostlagsins
og staðfrostskánarinnar. Væri
staðfrostskánin þar annaðhvort
nýmynduð, eða hefði myndazt
við sömu veðurfarsskilyrði og
það eru nú, mundi hún ná upp í
hið „virka lag“ jarðvegsins,
þannig að það yrði samfrosta
við hana á veturna. Þvi er á-
stæða til að ætla, að staðfrost-
skánin kunni að þynnast og
hverfa smámsaman á þessum
svæðum meðal annars fyrir hit-
ann úr jörðinni, haldist veður-
far þar jafnhlýtt og nú er.
Það er sennilegt, að frum-
byggjar landsvæðanna norðan
lieimskautsbaugs, hafi komið
þar að jökullagi ofan á staðfrost-
skáninni víða hvar. Víst er um
það, að þeir, sem fyrstir fundu
þar leifar loðfílanna, hafa ekki
komizt hjá að veita staðfrost-
skáninni athygli. Það er þó ekki
fyrr en á 19. öld, að visinda-
mennirnir fara að gera sér grein
fyrir henni —- M. F. Adams,
dýrafræðingurinn, sem áður er
nefndur, og kom norður þangað
árið 1806, var einn af þeim
fyrstu.
Fyrst leiðangurinn til að at-
huga staðfrostið visindalega, var
farinn árið 1844—’46, undir
stjórn A. T. von Middendorf.
Þær rannsóknir hófust svo aft-
ur í sambandi við lagningu sí-
berísku járnbrautarinnar, 1873,
og landnám á nyrztu slóðum i
því sambandi, og siðan hafa
rússneskir vísindamenn stöðugt
athugað það og rannsakað, en
þó aldrei meir en nú, enda hef-
ur verið komið á fót sérstakri
vísindastofnun, sem eingöngu
helgar sig rannsóknum á stað-
frostfyrirbærinu.
í bandaríkjunum og Ivanada,
einu löndunum utan Sovétríkj-
anna, þar sem staðfrostsins gæt-
ir nokkuð að ráði, hófust þær
rannsóknir öllu seinna. Þegar
gullæðið hófst í Alaska og Yuk-
on, komust gullnemarnir i kynni