Úrval - 01.12.1963, Blaðsíða 111
FfíEÐIN JÖfífí
123
við staðfrostskánina — sem
reyndist þeim að vonum bæði
óskiljanlegt og óleysanlegt
vandamál. Eftir það og til ársins
1941 fengust nokkrir lcanadisk-
ir og bandarískir jarðfræðing-
ar við rannsókn á staðfrostfyrir-
bærinu, en þó hófust kerfis-
bundnar rannsóknir ekki fyrir
alvöru fyrr en yfirvöld viðkom-
andi landa sannfærðust um það
í síðari heimsstyrjöldinni,
hversu mikla herðnaðarlega þýð-
ingu Alaska og héröðin nyrzt
í Kanada hefði, ef á reyndi.
Lagning Alaskajárnbrautarinnar
ýtti og undir þá rannsókn á
svipaðan liátt og lagning síber-
ísku járnbrautarinnar á sínum
tíma. Nú er aftur á móti unnið
að því af miklu kappi á vegum
vísindastofnanna, bæði i Kanada
og Bandaríkjunum, að rannsaka
staðfrostið og ráða gátu þess.
Og er ekki seinna vænna, því
að enda þótt hin miklu land-
svæði á Alaska og í Norður
Kanada séu enn lítt numin, verð-
ur þar gerbreyting á áður en
langt um líður.
Þess verður að minnsta kosti
ekki langt að bíða, að herstöðv-
um fari þar mjög fjölgandi,
námavinnsla færist þar mjög i
aukana, flugvellir verði gerðir
þar með tilliti til aukinna flug-
ferða yfir Norðurheimskautið, og
að borað verði þar eftir olíunni,
sem vitað er að þar finnst í
jörðu.
Þessi þróun hefur að sjálf-
sögðu stóraukið landnám í för
með sér. Þarna munu rísa nýj-
ar borgir og byggðir, sem krefj-
ast vatnsbóla, vega og fram-
ræzlu. Orkulinda verður leitað,
og þær síðan beizlaðar. Þessar
verklegu framjcvæmdir munu
krefjast aukinnar verkfræði-
snilli, vegna þeirra erfiðleika,
sem staðfrostskánin hlýtur að
valda í sambandi við fram-
kvæmd þeirra. Og þó að ekkert
af þeim vandamálum, sem neð-
anjarðarfrostlögin valda, geti
kallazt óieysanleg, krefjast þau
aukinnar þekkingar. Það er þess-
vegna, að landnám á þessum
nyrztu svæðnm, sem tafizt hefur
svo mjög vegna staðfrostsins,
byggist ekki fyrst og fremst á
hæfni mannsins til að sigrast
á því, heldur á snilli hans til
að gera fólki þar lífvænlegt i
sambúðinni við það.
Jsr ív -nt
Guð gefur hverjum fugli fæðu, en hann ber hana ekki heim í
hreiðrið hans.