Úrval - 01.12.1963, Side 112
Vatnsdýrkun þekkist hjá flestum
þjóöum í einhverju formi.
Þjóötrúin í sambandi viö
stööuvötn er auövitaö náskyld
vatnsdýrkun. almennt.
Stööuvatniö liggur aö vísu
lygnt og kyrrt, þó aö ýmislegt
hœttulegt leynist raunar
í djúpi þess. Furöulegar eru
einnig ýmsar þjóösagnir
um þaö, hvernig stöðuvötn
hafa myndast.
Stöðuvatniö
Eftir Ólaf Hansson.
FLESTUM þjóð-
þekkist vatns-
dýrkun í einhverju
fornii. Menn tilbiðja
*s' fljót, lindir og hafið
sjálft. Heilög fljót þekkjast í öll-
um heimsálfum, svo sem Ganges
og Jumna í Indlandi, Níl og
Mississippi. Hjá Forn-Germön-
um, Fcrn-Keltum og Forn-
Grikkjum kvað mikið að dýrk-
un helgra, linda, og enn kvað
hún þekkjast í Japan, svo og
hjá mörgum írumstæðum þjóð-
um. Ýmsar af hinum helgu lind-
um Grikkja koma við sögu í
fornri goðafræði. Við Parnass-
osfjall var lindin Kastalía, og
fékk hver sá sem drakk úr henni,
skáldlegan innblástur. Skammt
þar frá var lindin Hippókrene
í Helikonsfjalli, en hún átti að
hafa myndazt, þegar skáhlfák-
urinn Pegasus sparn fæti í fjall-
ið. Lindin Areþúsa átti að hafa
flutzt frá Grikklandi til Sikil-
eyjar, en fleiri sögur eru til
um það, að lindir flytji sig langa
vegu. Hér á landi eru þess kon-
ar þjóðsögur til i sambandi við
hveri. Þeir eiga það til að flytja
sig, einkum ef banablóð sak-
lauss manns kemur í þá. Þeir
eiga það jafnvel til að koma
upp undir hjónarúmum, þar
sem hjónin eiga sér einskis ills
von.
Meðal Forn-Grikkja voru i
heiðni alloft mannblót i sam-
bandi við dýrkun linda og tjarna
(blótkeldur). Tacitus getur þess,
að Germanir fórni þrælum í
tjörnum og vötnum i sambandi
við dýrkun gyðjunnar Nerthus.
124
Veiðimaðurinn