Úrval - 01.12.1963, Page 113
STÖÐUVA TNIÐ
125
STÖÐUVATNIÐ í ÞJÓÐTRÚNNI
ÞjóStrúin í sambandi við
stöðuvötn er auðvitað náskyld
vatnsdýrkun almennt. Þó er hún
að ýmsu leyti frábrugðin fljóta-
dýrkun og sjávardýrkun. Það
er straumurinn i fljótinu, sem
oft setur svip sinn á þjóðtrúna
í sambandi við það, fljótið verð-
ur tákn tímans, sem líður, eða
mannsævinnar. Stöðuvatnið ligg-
ur aftur á móti lygnt og kyrrt,
þó að ýmislegt hættulegt leyn-
ist raunar i djúpi þess. Og' þó að
stöðfuvatnið líkist hafinu um
sumt, er það allt smærra í snið-
um og á sér sín greinilegu tak-
mörk. Þó er það svo, að þjóð-
trú i sambandi við hafið hefur
haft ýmisleg áhrif á stöðuvatns-
trúna, vatnið verður oft smækk-
uð mynd af hafinu.
Langt fram eftir öldum eimdi
eftir af þvi, að vötnum væru
færðar fórnir. Sums staðar í
Suður-Þýzkalandi og Austurríki
hefur það verið siður að fleygja
brauði og osti í stöðuvötn á
ákveðnum tímum árs, einkum
urn Jónsmessuleytið. Eru þá
stundum ýmsar forneskjulegar
þulur hafðar yfir. Þegar hætta
hefur verið á flóðum, hefur
messuvíni stundum verið hellt
í vötn i kaþólskum löndum.
Þessir siðir standa að öllum
líkindum i sambandi við heiðna
fórnarsiði. Fyrr á öldum varp-
aði hertoginn af Bayern einu
sinni á ári hring i Walchen-
vatnið. Þessi siður er skyldur
þeirri venju, sem tíðkaðist i
Feneyjum áður fyrr, að hertog-
inn varpaði hring i hafið ár
hvert.
VATNIÐ MYNDAST
í sambandi við mörg vötn í
Evrópu eru til þjóðsagnir um
það, hvernig þau hafi myndast.
Eru þau oft talin hafa myndast
á svipstundu vegna áhrínsorða
eða óguðlegra athafna. Þessar
sagnir eru oft í ætt við þá þjóð-
trú, að jörðin gleypi hina óguð-
legu eins og í dansinuni i Hruna.
Allt i einu sökkva þorp eða
heilar sveitir, þar sem fólkið
lifir óguðlegu lífi og djúpt stöðu-
vatn myndast, þar sem byggðin
stóð. í Mecklenburg í Þýzka-
landi eiga ýms vötn að vera
þannig til komin. Stundum
sökkva engi og skógar, þar sem
deilt er af illsku um eignarrétt-
inn og stöðuvatn kemur i stað-
inn. Sum stöðuvötn eiga þó að
vera sköpuð af góðum vættum,
einkum þó til að bjarga góðu
fólki, sem er á flótta undan ó-
kindum. Minna sumar þær sagn-
ir dálítið á Búkollusöguna. Ann-
ars eru sumar sagnirnar um
myndun stöðuvatna líklega að
einhverju leyti runnar frá Atl-
antissögunni fornu. í sambandi