Úrval - 01.12.1963, Page 114
126
ÚR VAL
viS þessar sagnir eru sögur um
heilar borgir á botni vatnanna,
stundum kirkjur eða kirkju-
klukkur. Líklega hafa spegil-
myndir í vatninu ýtt undir slík-
ar sögur.
HÆTTULEG VÖTN
Þó að stöðuvatnið líti sak-
leysislega út, þegar það liggur
spegilslétt, telur þjóðtrúin samt,
að margar og ískyggilegar hættur
leynist í djúpi þess. Útbreidd
er trúin á eitruð stöðuvötn.
Hver, sem drekkur úr þeim,
dettur dauður niður þegar i
stað. Sum vötn eru talin gefa
frá sér eitraðar gufur, svo að
fuglar sem fljúga yfir þau, detta
dauðir niður. Annars konar trú
er það, að til séu áfeng stöðu-
vötn, oftast þó aöeins eina nótt
á ári. Hér á landi er til svipuð
trú i sambandi við Öxará. Kann-
ske er óskhyggja að verki i þess-
um sögnum. Þá eiga aÖ vera
til vötn, sem gera fólk tryllt
af ástleitni, ef það drekkur úr
þeim, og konur öllu meir en
karla. Oft er talið hættulegt að
sofna á vatnsbökkum. Stundum
er það vegna hættulegra vætta,
sem í vatninu dveljast, stundum
reynir vatnið sjálft að draga
menn í djúp sitt. Alls konar
hættulegar vættir og dýr búa
í vötnum, svo sem skrímsl og
nykrar. Skrímslatrúin er í
tengslum við eldforna drekatrú.
Frægustu vatnavættirnir af því
tagi hér á landi munu vera
Lagarfljótsormurinn og ormur-
inn i Skorradalsvatni. Báðir eiga
þeir i fyrstu að hafa verið
brekkusniglar, sem voru lagðir
á gull. Nykrar eiga að vera i
mörgum vötnum hér á landi,
til dæmis í Hvaleyrarvatni fyrir
sunnan Hafnarfjörð. Þar var
einu sinni stúlka ein i seli, en
er að var komið, fannst ekkert
eftir af henni nema brjóstin,
nykurinn var búinn aÖ éta hitt,
en af einhverjum ástæðum vildi
hann ekki brjóstin. Algengari
eru þó sögurnar um að nykurinn
gabbi fólk til að setjast á bak
sér og hlaupi svo með það í
vatnið. Ef til vill er nykratrú-
in að einhverju leyti runnin frá
Forn-Keltum, — en hjá þeim
blandaðist hestadýrkun og vatns-
dýrkun ýmislega saman. Sumir
hafa talið, að nykurinn sé i önd-
verðu tákn kynorku og frjó-
semien það virðist nokkuð lang-
sótt skýring.
Sagnir um öfugugga í vötn-
um þekkjast suður í Evrópu, en
eru þó líklega hvergi eins al-
gengar og hér á íslandi. Eins
og kunnugt er, er ein öfugugga-
sagan tengd Kleifarvatni. Sú
skýring að öfugugginn sé i
tengslum við liöggorminn er