Úrval - 01.12.1963, Síða 116
128
ÚR VAL
nOTNLAUS OG TVÍBYTNA
VÖTN
Um ýmis vötn í Evrópu ríkir
sú þjóðtrú, að þau séu botnlaus
með öllu. Eitt þeirra er Baden-
vatnið. Svipaðar sögur eru um
Hornindalsvatn í Noregi, sem
reyndar er hyldjúpt. Talið er,
að vatnsvættunum sé mjög illa
við, að reynt sé að mæla dýpi
slíkra vatna. Ef einhver er að
því, reyna þær að draga hann
í vatnið.
I sambandi við sögurnar um
botnlaus vötn eru sagnir um
tvíbytna vötn. Þessar hugmyndir
eru ekki alltaf Ijósar. Oft hugsa
menn sér, að i botni vatnsins
sé op niður í annað hyldjúpt
vatn, og vötn eiga jafnvel að
geta verið tvi- eða fjórbytna.
Úr inörgum tvíbytna vötnum á
að vera op eða undirgangur út
í sjó eða til annarra stöðuvatna.
Þessar sögur eru mjög algengar
suður í Evrópu og einnig hér
á landi. Þær hafa eflaust borizt
hingað frá útlöndum. Oft eru
sagðar sögur um það, að fiskur,
sem merktur var i einu vatni
hafi veiðzt í öðru langt í burtu,
þó að ekkert ofanjarðarrennsli
sé á milli þeirra. Þannig eiga
fiskar merktir í vötnum i Bayern
að hafa veiðzt suður á ítaliu.
Slíkar sögur þekkjast viða hér
á landi. Það var útbreidd trú
í Borgarfirði að undirgöng lægu
undir Geldingadranga milli
Skorradalsvatns og Svínadals-
vatnanna. Það fylgdi þeirri
sögu, að silungar merktir í
Skorradalsvatni hefðu veiðzt i
Svínadal. En allar slikar sögur
hér á landi eru eflaust af er-
lendum uppruna, þær eru ná-
kvæmlega eins og hinar þýzku
og svissnesku vatnasögur.
Ólafur Hansson.
Samtal í neðri deild brezka þingsins: „Hve lengi er hann búinn
að tala?“
„1 um hálftíma."
„Og um hvað er hann að tala?“
„Hann hefur ekki minnzt á það enn Þá.“
„Hefurðu nokkurn tíma heyrt um hundinn, sem fór að horfa
á „flóasirkus“?“
„Nú, hvað gerðist?"
Nú, hann stal blátt áfram allri sýningunni, maður!“