Úrval - 01.12.1963, Blaðsíða 117
129
Auglýsingastjóri Frjálsrar Þjóðar
átti í auglýsingastríSi eins og aðr-
ir auglýsingastjórar blaðanna fyr-
ir jólin. Leitaði hann eftir aug-
lýsingum fyrir blað sitt og varð
viða vel ágengt. Heldur þótti þó
illa ganga við að fá auglýsingu
útvarpsins, en Þeir vísuðu jafnan
hvor á annan, Sigurður skrifstofu-
stjóri og Vilhjálmur útvarpsstjóri,
og hummuðu í sífellu ákveðið
svar fram af sér. Loks þraut
auglýsingastjórann þolinmæðina,
og náði hann í 6. skiptið í út-
varpsstjórá og spurði hvasst: Er
það ætlunin að neita þessu eina
blaði um auglýsingu í framtíð-
inni?“
Eftir nokkra þögn svaraði Vil-
hjálmur: „Það mun vera .. a . .
. . vist meiningin."
„Og eruð þér með þessu, út-
varpsstjóri?"
„Ja, það er ég eiginlega .. . og
þó ekki." Mánudagsbl.
*K*
Björn Bjarnason magister, sem
einkavinir kaila Bjúsa, hinn kunni
enskukennari og málamaður, á það
til að vera heldur neyðarlegur I
orðum, einkum ef hann telur gert
á hlut sinn. Eitt sinn var Björn
á leiðinni frá Kaupmannahöfn til
íslands og ferðaðist með Gullfossi.
Eins og aðrir ferðamenn um borð,
dreypti Björn á léttum veigum,
þó i hófi, eins og títt er um borð.
Svo bar þó við, að Birni sinnað-
ist við háttsettan “offiséra" um
borð, en ekki er vitað um deilu-
efnið. Varð með þeim nokkurt
orðaskak um það bil sem Guil-
foss var að leggjast við akkeri
á ytri höfninni og bíða eftir toil-
urum. í miðri orðasennunni leit
Björn til lands og hreytti út úr
sér:
„Það er svo sem allt eins smekk-
legt hjá þessu félagi. . . að þið
skuluð parkera skipinu beint fyrir
framan brennivinsverzlunina."
Mánudagsbl.
~X*
Það er sagt, að nýlega hafi ver-
ið sett nýtt heimsmet i að halda
niðri í sér andanum. Var metið 14
mínútur — augsýnilega sett af
giftum manni.
Æðsta hamingja lífsins er sann-
færingin um, að við séum elskuð
— elskuð vegna sjálfra okkar —
eða fremur þrátt fyrir okkur
sjálf. Victor Hugo.