Úrval - 01.12.1963, Side 118
Vinnulýðræði
Er unnt að tryggja sættir á vinnumarkaðinum? Er unnt
að draga á einhvern hátt úr andstæðum „vinnu“ og „fjár-
magns“? Ein leið, sem reynd hefur verið að þessu marki,
er hlutdeild starfsmanna í stjórn fyrirtækja og arðskipti
þeirra á meðal, sem grundvallast á afkomu fyrirtœkjanna
hverju sinni.
Eftir Hauk Helgason, cand. oecon.
MUMS TÍMUM skipulagðrar
múgsefjunar „kalda“
‘stríðsins eru mönn-
>
_____ ! um tungutöm hug-
ílíijlíiííö tökin „lýðræði“ og
frelsi". Hins vegar munu allir
naumast á einu máli um merk-
ingu þeirra, eins og glöggt má
marka af vinsældum slagorð-
anna „austrænt lýðræði“ (eða
,,alþýðulýðræ@i“) og „vestrænt
lýðræði“, sem ósjaldan eru not-
uð til að lýsa þjóðfélagsháttum,
sem virðast eig'a lítið skylt við
„stjórn fólksins fyrir fólkið“
(Abraham Lincoln). Flestir
munu þó væntanlega eftir atvik-
um una þeirri skilgreiningu,
sem vitnað er til hér að framan,
enda þótt henni sé að því leyti
áfátt, að hún grundvallast á öðru
„tvíræðu“ hugtaki, hugtakinu
„frelsi“.
Hvenær er eistaklingurinn
frjáls? Frelsi hans þarf ekki að
felast í því, að hann sé ekki á-
reittur af samborgurum sínum
og hinu opinbera, eða hann sé
bjargálna og þurfi ekki að beið-
ast ásjár. Ef til vill mætti segja
að frjáls sé hver sá maður, sem
lifir í samfélagi, er hann viffur-
kennir og telur sig skuldbundinn
meff þeim hætti, aff hann tekur
ásamt öffrum borgurum þátt í
stjórn þess.
II.
í „blönduðu kapitalísku“ þjóð-
130
— Áfangi —