Úrval - 01.12.1963, Síða 119
VINN ULÝÐRÆÐI
131
félagi, eins og hér á iand, eru
heimili og fyrirtæki meginstoðir
efnahagskerfisins. í fyrirtækjun-
um afla menn tekna sinna, en
heimilin ráðstafa þeim siðan til
neyzlu og sparnaSar. Langflest
fyrirtæki eru eign einkaaðila,
sem taka sjálfstæðar ákvarðanir
um fjárfestingu á grundvelli
arSsemissjónarmiða og í von
um ágóða, en ekki samkvæmt
áætlunum eða beinum fyrirmæl-
um hins opinbera. I sérhverju
fyrirtæki eru þeir ,,fáir, sem
skipn fyrir, en margir sem
hlýöa.“ (Bendix.)
Um 1850 mun meSalvinnu-
vika í Bretlandi hafa numið um
70 klukkustundum, þ. e. 10
stundir á dag i sjö daga. Karlar,
konur og börn strituðu „myrkr-
anna á milli“ við kjör, sem
(samkvæmt kenningum Karls
Marx) nægðu naumlega til þess
eins, að verkamaðurinn gat
dregið fram lifið og annazt nauð-
synlega viðkomu í stéttinni, svo
að ekki yrði skortur á vinnu-
afii og unnt að knýja fram
kjarabætur af þeim sökum.
Karl Marx gerði sér ljósa grein
fyrir aðstæðum þeirra tima, en
hann var heldur slakur spámað-
ur (eins og raunar fleiri hag-
fræðingar!). Mikil bylting hefur
orðið í þessum efnum. Jafnframt
því að raunverulegar tekjur
verkafólks hafa margfaldazt,
hefur vinnutími stöðugt stytzt.
Árið 1950 var meðalvinnuvika
í Bandaríkjunum (utan land-
búnaðar) til dæmis komin niður
í 38 klukkustundir (Dewhurst).
Uér á landi hefur þessi þróun
að vísu verið til mikilla muna
hægari en i Vesturheimi, en
óþarft mun að fjölyrða um kjara-
bætur síðustu áratuga. Þessar
staðreyndir breyta engu um það,
að aðbúnaður og allar aðstæður
á vinnustað eru enn sem fyrr
einn snarasti þáttur í almennri
velferð.
Fyrirtæki er ekki einvörð-
ungu staður, þar sem vinnan er
framkvæmd samkvæmt gerðum
samningum. Með vinnusamningi
skuldbindur vinnuþiggjandi sig
til að lúta valdi vinnuveitanda
um vissan tíma og innan ákveð-
inna marka. Það sem hinn síðari
byggir þetta vald einungis á eign-
arrétti á framleiðslutækjum, er
aðstaöa hans ekki ósvipuð
stöðu einvalds konungs, sem er
bundinn ákvæðum stjórnarskrár,
er í senn tryggir vald hans og
takmarkar það. Launþeginn er
nánast þegn. Þar sem hann getur
hins vegar tekið þátt í stjórn
fyrirtækisins, ekki eingöngu
sakir sérstakrar náðar (eða klók-
inda!) vinnuveitandans, heldur
á grundvelli réttar, er launþeg-
inn ekki lengur „vinnuþegn“
heldur „vinnuborgari“.