Úrval - 01.12.1963, Page 120
132
ÚR VAL
Algjör þjóðnýting getur ekki
leyst þennan vanda, þar sem
söfnun stjórnmálalegs og efna-
hagslegs valds i höndum eins að-
ila (ríkisstjórn/flokkur) hlýtur
aS fela í sér skerðingu frelsis
og lýðræðis.
III.
Það er eitt örðugasta verkefni
í vestrænum þjóðfélögum að
tryggja sættir á vinnumarkað-
inum. Á ýmsan hátt hefur verið
Ieitazt við að draga úr andstæð-
um „vinnu“ og fjármagns“, og
skilningur atvinnurekenda á
svonefndum „human relations"
hefur mjög farið vaxandi. Ein
leið að þessu takmarki er hlut-
deild og arðskipti. Með þvi er
átt við „arðþátttöku“ verka-
manna, þannig að þeir fái hluta
af arði í stað iauna (að nokkru
leyti). Á grundvelli slíkra arð-
greiðslna mætti gera þeim kleift
að eignast smám saman hluti i
fyrirtækjum þeim, er þeir starfa
við. í sumum fyrirtækjum Vest-
ur-Þýzkalands hefur sú leið ver-
ið farin, að launahækkununum
hefur verið skipt i tvo hluta, og
hefur annar verið greiddur með
hlutabréfum í viðkomandi fyrir-
tæki (Investivlohn), en hinn á
venjulegan hátt. Tilraunir hafa
verið gerðar með svonefnd „al-
menningshlntafélög", en það er
eitt aðalmarkmið þeirra, að því
er snýr að starfsfólki fyrirtækj-
anna, að stuðla að vinnufriði.
Víða hafa verkamenn fengið í-
hlutun um rekstur, til dæmis
með því, að þeir hafa kosið full-
trúa úr sínum hópi í stjórnir
hlutafélaga. Slíkrar „stjórnarað-
ildar“ gætir einkum í Vestur-
Þýzkalandi og Bandaríkjunum.
Nefnist hún á þýzku „Mitbe-
stimmung“. en á ensku „joint
management". Svipaðar tilraunir
eru nú gerðar í Júgóslaviu, þar
sem verkafólk hefur nýlega
fengið aukin áhrif á rekstur
hinna opinberu fyrirtækja.
Hér á eftir mun í örstuttu máli
gerð grein fyrir tilhögun stjórn-
araðildar verkafólks í Vestur-
Þýzkalandi, þar sem ekki er
borin von, að við gætum dregið
af því nokkurn lærdóm. Að vísu
hefur þetta mál borið á góma á
hinu „háa“ Alþingi, en hljótt
hefur verið um framkvæmdir í
þeim efnum. Önnur atriði verða
vegna rúmleysis að bíða betri
tima, þótt þau séu engu ómerk-
ari. Af sömu ástæðu verður að
stikla á staksteinum.
VI.
Bein áhrif verkafólks á rekst-
ur einstakra fyrirtækja í Vestur-
Þýzkalandi eru einkum með
þrennum hætti:
1. Verkafólk kýs fulltrúa í
„eftirlitsnefndir“ hlutafélaga