Úrval - 01.12.1963, Qupperneq 121
VINNULÝÐRÆÐI
133
(Aufsichtsrat), er hafa þar jöfn
réttindi fulltrúum atvinnurek-
enda.
2. Skipun „starfsstjóra“ (Ar-
beitsdirektor) í samráði við
verkafólk.
3. Kosning ,,starfsráða“ Betri-
ebsrat), er hafa verulega ihlutun
um daglegan rekstur.
Að iokinni síðari heimsstyrj-
öld töldu hernámsvöldin í Vest-
ur-Þýzkalandi brýna nauðsyn
bera til að dreifa hinu efnahags-
lega valdi og skírskotuðu til bit-
urrar reynslu Þjóðverja af auð-
hringum og einokun, er mjög
höfðu auðveldað nazistum valda-
fcöku fyrir stríðið. í samræmi
við þessa stefnu var því unnið
að veita verkafólki aukna aðild
að stjórn „lykilfyrirtækja", og
árið 1947 kusu verkamenn fyrstu
fulltrúa sína í eftirlitsnefndir
fjögurra námufyrirtækja í Ruhr-
héraði. Árið 1951 var í lög leidd-
ur réttur verkafólks i námuiðn-
aðinum til áhrifa í stjórn og
eftirlitsnefndum, og ári síðar
tók gildi ný vinnulöggjöf, þar
sem mælt var fyrir um kosningu
starfsráða í öllumstærriiðnfyrir-
tækjum í sambandslýðveldinu.
Þar sem tilraun þessi hefur
virzt gefa góða raun, hefur síðan
verið haldið áfram á sömu braut,
og er nú talið, að um ein millj-
án verkamanna í Vestur-Þýzka-
landi hafi verulega íhlutun um
stjórn Jieirra fyrirtækja, er þeir
starfa við. Verður nú gerð nánari
grein fyrir því, í hverju slík
stjórnaraðiíd er helzt fólgin.
Eftirlitsnefnd. Lögum sam-
kvæmt skal í öllum stærri hluta-
félögum þýzka sambandslýð-
veldisins kjósa ellefu manna
eftirlitsnefnd (Aufsichtsrat).
Verkefni nefndarinnar er eink-
um að gæta þess, að stjórnendur
félaganna sólundi ekki fjármun-
um þeirra og baki tjón félags-
mönnum og lánardrottnum.
Margar mikilvægar rástafanir
eru því aðeins heimilar, að sam-
þykki eftirlitsnefndar komi til.
í áðurgreindum lögum frá 1951
er svo fyrir mælt, að starfsfólk
námufyrirtækja skuli kjósa fimm
af ellefu fulltrúum í nefndinni,
en atvinnurekendur jafnmarga.
Oddamaður er síðan kjörin af
fulltrúum starfsfólks og vinnu-
veitenda, þannig að samkomu-
lag verður að vera um val hans.
Enn fremur er svo kveðið á i
lögunum, að einn þeirra fimm
fulltrúa, sem hvor aðili kýs í
eftirlitsnefnd, skuli þeir ekki
velja úr eigin röðum, og mun
talið æskilegast, að þar sé um
sérfróðan mann að ræða. Þetta
ákvæði breytir engu um rétt
verkafólks til að ráða vali full-
trúans, en því mun ætlað að
stuðla að hlutlægari viðhorfum
i uefndinni.