Úrval - 01.12.1963, Side 122
134
Ú R V A L
Vegna hins víðtæka valds
eftirlitsnefndanna er verka-
fólki mikill ávinningur að ráða
skipan þeirra til jafns við at-
vinnurekendur, sjálfa eigendur
fyrirtækjanna.
Starfsstjóri. Algengt er að
rekstur námufyrirtækja greinist
í þrjá meginþætti, viðskipta-
deild, tæknideild og starfsdeild.
Yfirmenn deildanna mynda
stjórn fyrirtækisins (Vorstand).
Samkvæmt lögum frá 1951 verð-
ur „starfsstjóri“ (Arbeitsdirek-
tor), yfirmaður starfsdeildar,
að njóta stuðnings a. m. k. helm-
ings fulltrúa verkafólks í eftir-
litsnefnd. Á sama hátt verður
honum ekki vikð úr starfi, ef
meiri hluti fulltrúa verkamanna
er því ósamþykkur. í hlut starfs-
stjórans koma öll mál, er varða
starfsfólk fyrirtækisins beinlínis,
svo sem kaup og kjör, öryggi á
vinnustað og læknisþjónusta við
starfsfólk, félagslif innan fyrir-
tækisins o. s. frv. (þ. e. „human
relations").
Með því að fuhtrúar verka-
fólks í eftiriitsnefnd geta ráðið
miklu um val starfsstjórans, sem
einmitt annast þeirra málefni,
má búast við góðri samvinnu
þessara aðila og gagnkvæmu
trausti. Viðhorf verkamanna til
starfsstjórans komu glöggt fram
í skoðanakönnun, sem fyrir
nokkru var gerð meðal verka-
fólks í námuiðnaði í Ruhrhéraði.
Um % töldu starfsstjórann frem-
ur „fulltrúa verkamanna“ en at-
vinnurekenda, allmargir sögðu
hann gæta hagsmuna beggja að
jöfnu, en aðeins um 6 af hundr-
aði aðspurðra kölluðu hann
„fulltrúa vinnuveitenda“. Hins
vegar er augljóst, að starfsstjór-
inn verður að fara bil beggja eft-
ir föngum og leitast við að sætta
sjónarmið aðila.
Starfsráð. f flestum fyrirtækj-
um i Vestur-Þýzkalandi starfa
trúnaðarmenn verkalýðsfélaga
(Vertrauensmann), sem gæta
hagsmuna verkafólks gagnvart
vinnuveitendum. Þeir fylgjast
með því, að kjarasamningar séu
i heiðri hafðir, koma kvörtunum
á framfæri, gera tillögur til
úrbóta á starfsskilyrðum, sjá um,
að bæklaðir fái störf við sitt
hæfi o. s. frv. Þessir trúnaðar-
menn eiga helzt skipti við „ó-
æðri“ yfirmenn, verkstjóra og
meistara.
Árið 1952 var það í lög leitt,
að í öllum stærri iðnfyrirtækj-
um í þýzka sambandslýðveldinu
skuli verkamenn kjósa út sínum
hópi fulltrúa í „starfsráð“
(Betriebsrat). Fjöldi ráðsmanna
fer eftir stærð fyrirtækis, en sé
tekið sem dæmi meðalfyrirtæki
í námuiðaðinum (sem á okkar
mælikvarða mundi teljast all-
stórt), má gera ráð fyrir, að þeir