Úrval - 01.12.1963, Side 126
138
UR VAL
Hann var orðinn fjögnrra ára
gamall, en samt var talkunnátta
hans svipuð og litla snáðans,
jafnvel þótt búið væri að hjálpa
dreng þessum mikið.
Ekkert veldur fremur full-
vissu foreldra um eðlilegan
þroska barnsins og framfarir en
talkunnátta þess og málfar.
Fyrstu orðin, sem barnið lætur
út úr sér, þegar það er 12—15
mánaða gamait, vekja mikið
stolt og djúpa gleði, og siðan
er vakið yfir hverju nýju orði
þess. Kunningjum og ættingjum
er síðan skýrt frá framförum
þessum af ánægju mikilli, jafn-
vel lotningu. Síðan verður um
að ræða furðulega aukningu
orðaforða um tveggja ára aldur,
og á þriðja aldursári tekur svo
við tímabil endalausra spurn-
inga, og er þá oft krafizt skýr-
inga alveg afdráttarlaust. En þau
svör hjálpa siðan barninu að
öðlast þá talkunnáttu, sem gerir
því fært að bera fram sínar eig-
in barnalegu athugasemdir og
skýringar og einnig að segja
stuttar sögur. Slíkt veldur barn-
inu mikillar gleði.
BÖRN, SEM ERU SEIN
TIL MÁLS.
En hvað skal gera, ef tal-
kunnátta barnsins þroskast ekki
á svipaðan hátt og að ofan
greinir? Stundum kemur það
fyrir, að barnið byrjar ekki að
tala, fyrr en það er þriggja eða
jafnvel fjögurra ára, og stund-
um er þá aðeins um slíkt babl
að ræða, að enginn skilur það
nema móðirin. Hvað skal þá til
bragðs taka? Ótti foreldranna
beinist þá ætið að því, að barn-
ið hafi ekki sæmilega greind.
Ekki er neitt ákveðið samræmi
milli talgalla eða ónógrar tal-
kunnáttu annars vegar og
greindar hins vegar, en samt er
svo almennt talið. Grípi slíkur
ótti samt ekki foreldrana, þegar
barnið talar ekki, þótt það sé
komið á venjulegan talaldur,
óttast foreldrar stundum, að
barnið kunni að vera heyrnar-
laust eða heyrnardauft. Yfir-
leitt eru foreldrar fljótir að
koma auga á hvað eina, sem
kann að ama að barninu, og fari
nú svo, að þeir séu hræddir um
heyrnarleysi eða heyrnardeyfu
hjá barninu, ættu þeir að fara
tafarlaust með barnið til lækn-
is. Heimilislæknirinn mun síðan
sjá um, að háls-, nef- og eyrna-
sérfræðingur skoði barnið, ef
hann álítur þörf slíks. Hann
mun einnig leita til kennara
heyrnarleysingja, ef þörf kref-
ur. Það er geysilega þýðingar-
mikið, að heyrnarleysi eða
heyrnardeyfa sé uppgötvuð sem
ailra fyrst. Bezt er, að slíkt upp-
götvist á fyrsta ári.