Úrval - 01.12.1963, Qupperneq 127
TALÞJÁLFUN DARNA . . .
139
Einnig er sá ótti algengur, ef
barnið er seint til máls eða á
mjög erfitt með að tala, að eitt-
hvað sé að tungu þess. Því eru
til margs konar kerlingabókaráð
viðvíkjandi tunguhafti. En yfir-
leitt má segja það með öryggi,
að tunga, sem er nægilega lipur
til þess að geta sogið geirvörtu,
eigi að vera nægilega lipur til
þess að mynda orð. Því þarf að
leita að annarri orsök, ef barn
á við talerfiðleika að etja.
Margir foreldrar, sem hafa
mjög litla reynslu af smábörn-
um, vita ekki, hvers þeir eiga að
vænta af frumburði sínum, hvað
tal snertir. Þeir ala oft með sér
algerlega ástæðulausar áhyggj-
ur um algerlega eðlilega þróun
talgetu, t. d. um hinn lélega
framburð tveggja ára barna, sem
segja „töttur“ í stað „köttur“,
>,gegg“ í stað „egg“ og „keið“
í stað „skeið“. Þeir eru áhyggju-
fullir vegna hinnar ófullkomnu
setningarmyndunar og fjöl-
margra málfræðilegra villa. Slik-
ur kvíði getur haft það i för með
sér, að litla barnið sé stöðugt
leiðrétt, og slikt getur einmitt
leitt til raunverulegra talerfið-
leika.
Sumar ungar mæður gera sér
jafnvel ekki grein fyrir því, að
smábarn getur ekki lært að tala,
nema mikið sé talað við það,
einkum fyrsta árið. Sumar mæð-
ur gera sér ekki grein fyrir
þörfinni á, að þær komi á tal-
sambandi við barnið fyrstu
mánuðina með því að tala til
þess og örva það til að svara á
sinu barnamáli, sem í fyrstu
er eingöngu hjal, kurr, ýmis
ánægju- eða óánægjuhljóð, ó-
skiljanlegt babl, en slikt eru ein-
kennandi viðbrögð jjriggja mán-
aða barns við tali. Móðirin þarf
að hvetja barnið til þess að
babla, ýta undir það, að það
látist vera að tala, og svara því
á réttu máli.
Síðan þarf hún að kenna því
fyrstu stuttu orðin, gera endur-
teknar tilraunir til þess að
kenna einföld nöfn á hlutum,
og á hún þá ekki að krefjast
fullkomins framburðar. Á þessu
stigi getur móðirin verið þakk-
lát fyrir þann vott um mannlega
greind, sem fær smábarn til
þess að nefna lilut vissu nafni,
jafnvel þótt nafn það, sem barn-
ið gefur hlutnum, sé aðeins eitt
atkvæði. Þetta er kjarni máls-
ins, hið dýrmæta frjókorn tals-
ins, og án sliks getur talkunn-
áttan ekki þróazt. En samt geta
foreldrar kæft frjókorn þetta
með of mikilli gagnrýni, síend-
urteknuin leiðréttingum eða
jafnvel viðleitni til þess að við-
urkenna ekki slíkar nafnagiftir
barnsins. Börn, sem ekki fá
næga talhjálp fyrstu ár talþrosk-