Úrval - 01.12.1963, Síða 130
142
ÚR VAL
ast yið að finna orsakirnar, er
að baki liggja og fjarlægja þær.
Þetta verður að gerast með sam-
starfi við foreldrana. Þeim eru
veitt ráð um það, hvernig þeim
beri að meðhöndla barnið. Með
sérstökum lækningaaðferðum,
sem einkennast mest af leikjum,
er reynt að ýta undir sjálfstraust
barnsins og sjálfstæðiskennd.
Til þess að slíkt sé hægt, verð-
ur sérfræðingurinn að vinna
markvisst að því, að ávinna sér
traust barnsins. Sé um mjög
taugaveiklað barn að ræða, mun
sérfræðingurinn leita aðstoðar
sálfræðings.
Þjálfunin stendur mismun-
andi lengi, eftir þvi um hvers
konar talgalla er að ræða og
þvi einnig, á hvaða stigi hann
er. Börn, sem eru langt á eftir
með talkunnáttu, ná kannske
eðlilegum þroska á- nokkrum
mánuðum eða jafnvel heilu ári.
Sama er að segja um börn þau,
sem stama, ef ekki hefur verið
dregið allt of lengi að leita
slíkrar hjálpar. En stundum get-
ur það þó tekið nokkur ár að
uppræta stamið, og stundum
tekst það aldrei algerlega.
Það er ekkert fullgilt ráð til
við staminu. Skottulæknar hafa
öld eftir öld þótzt geta læknað
það á svipstundu, en galli þessi
heldur áfrarn að vera nokkurs
konar leyndardómur og lækn-
um, sálfræðingum, talþjálfunar-
fræðingum og öllum uppalend-
um hvatning til aukinnar við-
leitni til að ráða bót á honum.
VANDAÐU MÁL ÞITT: SVÖR.
1. hláka. — 2. frosinn snjór
(sem ekki ber). — 3. hrafnfífa.
— 4. skammvinnur þurrkur. —
5. önuglyndi. — 6. galdrastafur.
— 7. léttúðug kona. — 8. smá-
hnykill. — 9. slæpast. — 10. skrika
til. — 11. kátur. — 12. lingerður
maður. — 13. reiðast skyndilega.
— 14. verða utan við sig af undr-
un. — 15. vera' órólegur vegna
einhvers. Hald, hér: nærbuxur.
— 16. bera í bætifláka fyrir ein-
hvern. — 17. ekki fyrsta flokks.
— 18. sýna, gefa til kynna. — 19.
Sjálfs er höndin hollust. — 20.
ávinningur.