Úrval - 01.12.1963, Qupperneq 131
143
Hversu lengi liía íreein
Það hefur lengi verið áhugamál fræðimanna, hversu iengi fræ
plantna gætu lifað ímoldinni. Aiþekkt er sagan um múmíu-
hveitið egypzka, sem sagt var að haldið hefði gróðurmætti sín-
um um þúsundir ára. Það mun nú talin þjóðsaga. En hinu verð-
ur ekki neitað að lifsþróttur fræja getur haft hagnýtt gildi, i
jarðyrkju, t. d. um iUgresisfræ, en i öllum jarðyrkjulöndum er
baráttan hörð við illgresið og kostar mikið fé og fyrirhöfn.
Fyrir rúmum 80 árum gerði amerízkur vísindamaður tilraun
til þess að fá úr þvi skorið, hversu lengi fræ ýmissa plantna
fengju lifað í mold, þar sem þau höfðu möguleika á að spíra.
Hann gróf 20 krukkur með fræi niður í mold. 1 hverri krukku
voru fræ 23 tegunda, 50 af hverri. Mest voru þetta algengar ill-
gresistegundir. Krukkurnar hafa síðan verið grafnar smám sam-
an upp, með tilteknu millibili. Siðan hefur fræjunum verið sáð
við hagkvæm skilyrði, til þess að reyna hver þeirra héldu enn
gróðurmætti sínum. Eftir 10 ár voru 12 tegundir útdauðar. Ein
>eirra kom að visu fram seinna. Að 40 árum iiðnum voru 14
tegundir úr sögunni, en nú fækkaði þeim ört, svo að eftir 60
ár voru einungis þrjár tegundir eftir, sem gátu spírað. Af einni
þeirra, hrukkunjóla, sem er náskyldur heimulunjólanum og finnst
sem slæðingur hér á landi, var þó einungis eitt fræ eftir spíru-
hæft af þeim 50, sem í tilrauninni voru. Af annarri, náttljósi,
voru mu 10% spírunarhæf og ein tegund, kóngaljós (ýmsar teg-
undir þess eru ræktaðar hér í görðum) var enn svo þróttmikil
að um 70% fræjanna spíruðu. Þessar þrjár tegundir lifðu einnig
eftir 80 ár, en allt bendir þó til, að senn sé komið að lokum
þessarar tilraunar. Sá ljóður er þó talinn á tilraun þessari, að
ekki voru þar með tegundir af þeim ættum plantna, sem al-
mennt eru taldar bera langlifust fræ, svo sem ertublómanna.
Eti allt um það er tilraunin skemmtileg, og sennilega mun
fáa hafa órað fyrir þvi, að fræ geti yfirleitt lifað svona lengi,
eða með öðrum orðum, að fræ sem þroskazt hefði kalda sumarið
1882, gætu ef til vill geymzt enn í jörðinni, og spírað á þvi sumri,
sem nú stendur yfir, ef það fengi vaxtarskilyrði.
(EndursagtJ