Úrval - 01.12.1963, Síða 134
146
Ú R V A L
ÍFiÐ í bænum sner-
ist allt um ána. Á
sumrin i steikjandi
sólinni, mókti hann
í molluhita dagsins.
Á Aðalstræti mátti líta gyltu með
grisahóp sinn, snuðrandi með-
fram timburgangstéttinni, í djúp-
um hjólíörum g'ötunnar, ásamt
kroppandi hænsnum og hundi,
sem beit letilega af sér flærnar.
Ekkert þeirra vék fyrir hrikt-
andi sveitavögnunum, sem sil-
uðust fram hjá á leið til mark-
aðsins.
í Vatnsstræti hýmdu búðar-
þjónarnir eftir lcaupendum að
smjöri á sex cent pundið, sykri
og kaffi á fimm cent, eggjum á
þrjú cent tylftina og heimabrugg-
uðu whisky á tiu cent gallónið
(3% I.). Við enda Markaðsstræt-
is stóðu staflar af hampi og tó-
baki tilbúnir við bryggjuna. Og
fyrir handan bryggjuna, glamp-
andi í sólskininu, valt Missis-
sippi fram í hátignarlegu veldi
sínu.
Yfirborð fljótsins var jafn
kyrrt og bærinn. Þá kom einn
al bryggjustarfsmönnunum auga
á revkjarhnoðra úti á fljótinu
og kom þjótandi upp á götuna
og hrópaði:
„Gufuskip að ko-oma!“
Samstundis var uppi fótur og
fit. Syfjaðir búðarmennirnir
þutu út í dyrnar, ökumenn
hvöttu hesta sína og hleyptu
þeim á stökk, og allir, sem
vettlingi gátu valdið, menn,
drengir, hundar — flykktust
niður að bryggjunni.
Gufuskipið nálgaðist. Það var
Stóra Missouri — stórkostleg
sjón — öll þrjú þilförin girt
hvitu grindverki, hjólkassarnir
glampandi með gullnum lit,
blaktandi fánar í stafni, eldhólf-
in opin til að sýna öskrandi
eídana, sem knúðu hana, kol-
svartur reykur hnyklaðist úr
reykháfunum. Farþegarnir þyrpt-
ust upp á efri þilförin, og skip-
stjórinn stóð i einmana ljóma
hjá stóru bjöllunni og stjórn-
aði landtökunni. Gufan streymdi
hvæsandi úr öryggislokunum,
bjallan hringdi og hjólspaðarnir
stönzuðu. Önnur hringing og
hjólin snerust öfugt. Kaðlar
voru festir á bryggjustólpa og
hið stóra gufuskip lá kyrrt.
Farþegar klifruðu í land og
um borð, og þrælar báru farm
upp og út. Eftir tíu mínútur var
öllu lokið og Stóra-Missouri
skreið frá bryggjunni aftur, dró
niður fánann og spúði gráum
reyk úr reykháfnum sínum. Og
brátt var bærinn sofnaður aft-
ur.
Þetta var Hannibal í Miss-
ouri, bæjarhola á takmörkum
óbyggðarinnar. Þarna áttu þau
heima, „Judge“ og Jane Clem-