Úrval - 01.12.1963, Síða 138
150
LJR VAL
úr fyrra lifi sínu, sagði hann
frá i bókum sínum; og þar sem
Hannibal var umbyltingasamur
og litauðugur bær, var gnægð
af slíkum ævintýrum til frá-
sagnar.
Til dæmis má nefna daginn,
sem Sam og stúlkan hans, Annie
Laurie ilawkins, týndust i Mc-
Dowell’s hellinum, neðanjarðar-
völundarhúsi í bökkum Missis-
sippi. Sam og félagar hans léku
sér oft í hellinum, og fálmuðu
sig áfram við kertaljós. En þegar
hann lagði upp með Annie litlu
Laurie, villtist hann í endalaus-
um göngum hellisins. Siðasta
kertið þeirra var fuðrað upp,
áður en þau heyrðu bergmálið
af köllum leitaflokksins og sáu
flöktandi ljós í afhelli i fjarska.
Svo var það einn heitur ágúst-
dagur, þegar Clint Levering, 10
ára drengur, var að leika sér
með Sam, Will Bowen og John
Briggs niður við ána. Straum-
þung Missisippiáin þreif hann
frá ströndinni og bar hann nið-
ur ána. Clint varð gripinn ofsa-
hræðslu og færðist í kaf. Einu
sinni eða tvisvar sáu þeir höf-
uð hans skjóta upp og siðan ekki
meir.
Það var skorin upp herör og
leitarbátar lögðu af stað. Ferju-
báturinn var látinn slaga niður
ána og skjóta af fallbyssu, ti!
þess að lyfta upp líkamanum.
Heilir brauðlileifar með litlum
kvikasilfurkúlum í, voru settir á
flot, því að eins og allir vissu,
taka þeir stefnu beint þangað,
sem líkami hins drukknaða er,
og stanza þar. Sam og Will og
John sáu lík Clints, þegar það
fannst, og það fór hrollur um
þá alla.
Og það var dagurinn, þegar
Sam sá auðugasta kaupmanninn
í Hannibal ganga út úr búð
sinni og með köldu blóði skjóta
meinlausan drykkjuræfil bæj-
arins, sem í ölæði hafði full-
yrt í heyranda hljóði, að kaup-
maðurinn væri svikari og ræn-
ingi. Sam flýði í ofboði undan
æstum múgnum, sem síðar greip
þvottasnúrur og safnaðist sam-
an við heimili morðingjans. En
til þess samt að missa ekki af
neinu, hinkraði hann við til
að sjá, hvernig kaupmaðurinn
hélt þeim háðslega i skefjum
með haglabyssu. Meira en ári
síðar var kaupmaðurinn dreg-
inn fyrir rétt, en svo voru á-
hrif hans mikil, að hann var
úrskurðaður „ekki sekur.“
En bærinn gleymdi engu; við-
skiptavinirnir gengu á snið við
verzlun hans, og nágrannarnir
forðuðust hann og svo fór, að
hann flutti i burtu.
Og svo var það, þegar Sam
sá ofsareiðan, hvítan umsjónar-
mann drepa klnnnalegaa þræí.