Úrval - 01.12.1963, Blaðsíða 139
ÆVINTÝRALÍF MARKS TWAINS
151
með stykki af járngjalli. Sain
var fullur meðaumkunar með
manninum, sem dó fyrir fótum
hans, og skildi ranglætið i þessu.
En fullorðna fólkið, sem á horfði
lét þetta afskiftalaust. Þeir, sem
eitthvað sögðfu, voru ekki á
handi þrælsins, en létu i Ijós
samúð með eigandanum, sem
hafði misst verðmæta eign.
Sam var viðkvæmur drengur,
og allt það ofbeldi og harmleik-
ir, sem lifið i Hannibal hafði
í för með sér, voru greypt í
minni hans.
Og sama var að segja um á-
nægjuna og ævintýrin. Það voru
gönguferðir í tunglsljósi. Þegar
Tom Blankenship blistraði fyrir
utan, skreið Sam fram úr rúm-
inu, út um glug'ga, eftir þakinu
og niður þakrennuna. Það voru
sumrin, sem hann var á búgarð-
inum hjá Palsy frænku og Jolin
Quarles frænda. Þegar Sam kom
akandi utan frá rykugum þjóð-
veginum, þusti Quarles-fjölskyld-
an út til að taka á móti honum
með tylft af geltandi hundum í
fararbroddi. Patsy frænka þreif
hann móðurlega í faðm sinn,
og hin elztu af 8 börnum fjöl-
skyldunnar hoppuðu og híuðu
í kring af tilhlökkun að skemmta
sér með frænda sinum.
Þegar inn kom i stóra, tví-
skipta bjálkahúsið, lét Patsy
frænka hendur standa fram úr
ermum að bera fram kvöldverð-
inn. Steikt grísakjöt, kalt veiði-
dýrakjöt, heitar hveitikökur,
heitt maísbrauð, grænar baunir
með maís, baunabelgir, nýir tóm-
atar, sæt jarðepli, áfir, melóna,
ferskjusafi. Og allstaðar útrétt-
ar hendur. Sam át þar til hann
stóð á blístri.
John frændi hafði 20 svarta
þræla. Eins og nágrannar lians
hafði hann ekkert út á þrælahald
að setja —- biblían bannaði það
ekki og prédikarar lögðu blessun
sína yfir það — en hann hefði
ekki fremur misþyrmt þrælum
sínum en sínum eigin börnum.
Bezti vinur Sams á búgarð-
inum var Daníel frændi, mið-
aldra þræll, tryggur og ástúð-
legur félagi. Maður, ríkur af
samúð, með heiðvirt og göfugt
hjartalag. Daniel frændi talaði
mikið við Sam. Hann kunni
hvorki að lesa eða skrifa —
það voru forréttindi hinna hvítu
— en hann hafði heilbrigða og
sjálfstæða dómgreind. Þeir
ræddu oft um biblíuna — þá
bók, sem oftast var vitnað til
úti í auðninni. Það komu fyrir
i henni ráðgátur, eins og það,
að hinn mikli konungur Salo-
mon, vitrastur allra manna,
hafði kvennabúr með milljón
konum. Daníel frændi velti
þessu fyrir sér og útskýrði skoð-
un sina með þeim orðum, sem