Úrval - 01.12.1963, Side 140
152
ÚRVAL
Sam lagði í munn ,,Jim“ i
„Huckleberry Finn“.
„Kvennabúr er liklega mat-
söluhús,“ o. s. frv.
Ilin djúpa samúð, sem Sam
hafði með Daniel frænda, varð
til þess að hann veitti þrælnum
langþráða gjöf, gjöf, sem hann
öðlaðist aldrei i hinu raunveru-
lega liíi. Þegar Sam ritaði um
hann í Huckleberry Finn, gaf
hann Daníel frænda frelsi.
í marz 1847, þegar Sam var
11 ára, varð Clemensfjölskyldan
fyrir þungu og örlagaríku áfalli.
Faðir Sams, sem af öllum var
nefndur gælunafninu „Judge“
(dómari), var lögmaður, en
ekki alltaf sérlega heppinn. Dag
nokkurn lagði hann af stað rið-
andi 11 mílna leið til Palmyra,
í þeim árangurslausa tilgangi
að innheimta 500 dollara, sem
hann átti þar útistandandi og
hafði mikla þörf fyrir. Á heim-
leiðinni fékk hann slyddubyl og
kom heim gegndrepa og skjálf-
andi. Hann veiktist af brjóst-
bimnubólgn og síðan iungna-
bólgu. Som og' Henry læddust
á tánum um húsið þann hálfa
mánuð, sem faðir þeirra bylti
sér í hitasóttaróráði. Þegar öllu
var lokið, komu þeir inn i
myrkvað herbergið, snöktandi
af ótta og sorg.
Eftir dauða „Dómarans“ hafði
Clemensfjöiskyldan ekki aðrar
tekjur en þær rýru upphæðir,
sem Orion, eldri bróðir Sam
gat sparað af prentaralaunum
sínum i St. Louis, og' smáar
greiðslur, sem Pamela systir
hans gat snapað frá lærisveinum
sínum í slaghörpuleik. Sam fékk
brátt smásnatt sem sendisveinn
hjá Hannibal Gazette. Fjölskyld-
an dró fram lífið í virðulegri
fátækt.
Sam var óþolinmóður við
skólanámið, og fékk leyfi móð-
ur sinnar til að hætta því. Hann
var 12 ára, þegar hann gerðist
prentarasveinn við Missouri
Courier. Þau tvö ár, sem hann
var lærlingur voru skyldustörf
hans, óteljandi: lcveikja upp eld
á morgnana, sópa skrifstofuna,
velja úr óskemmda letrið, væta
pappírsbirgðirnar, handsetja
letur við kertaljós, brjóta blöðin,
búa um 350 blöð i póstinn og
bera út útgáfuna til hinna 100
kaupenda í bænum, í býtið
á hverjum fimmtudagsmorgni.
Að lokum fór hann, þegar Ori-
on hafði keypt nógu mikið let-
ur til þess að geta stofnað sitt
eigið blað í Hannibal, viknblað
sem hann nefndi Western Uni-
on. Launin, sem Orion lofaði
honum í örlæti sínu, æfðum
15 ára prentaranum, voru 3%
dollar á viku. Sjaldan fékk hann
öll launin greidd, þvi að Orion
var óhagsýnn draumóramaður