Úrval - 01.12.1963, Síða 141
ÆVINTÝRALÍF MARKS TWAINS
153
og laginn á mistök.
Það var alltaf eitthvert eirðar-
leysi i Sam, og dag nokkurn, er
hann var 17 ára, las hann blaða-
grein um Ileimssýninguna i New
York. Honum hafði tekizt að
skrapa saman ofurlitlu af pen-
ingum, og hann ákvað sam-
stundis að sjá sýninguna með
eigin augum.
Þegar gufuskipið hringdi
bjöllum sínum, sendi upp gráan
reykjarstrók og lagði frá bryggju
á leið niður ána til St. Louis,
var Sam Clements um borð. Þá
kvaddi liann Hannibal, en á 35
ára rithöfundarferli átti fyrir
honum að liggja að vera sifellt
að snúa aftur til þcssarar kæru
hafnar.
Vorið 1853 kom Sam til New
York með 3 dollara i skipti-
mvnt i vasanum og 10 dollara
seðil saumaðan inn í fóðrið á
jakka sínum. Ilann gleypti með
augunum allt, sem var að sjá á
Heimssýningunni, sem dreifð
var yfir víðáltumikið svæði út
fyrir takinörk borgarinnar,
svæði, sem 50 árum síðar hlaut
sitt nafn — Fimmta Breiðgata
(Avenue) og 42. stræti. Pening-
ar hans voru fljótt á þrotilm,
og þá fékk liann atvinnu í prent-
smiðju John A. Gray & Green í
Cliffstræti.
Ef til vill hefði hann setzt að
á austurströndinni, ef hann hofði
ekki þurft að hjálpa Orion. Hann
hafði flutzt með móður sína og
Henry til Keokuk i Iowa, lítill-
ar borgar við Mississippi, 50
milum fyrir norðan Hannibal.
Þar hafði liann sett á fót litla
prentsmiðju og Sam hraðaði sér
þangað lionum til aðstoðar. En
ekki reyndist þetta fyrirtæki
betur en hin fyrri.
Mánuðum saman vann Sam
af dugnaði og samvizkusemi
sein setjari hjá Orion^ en áhug-
ann vantaði. Þá var það einn
dag að hann las frásögn um
glæfraferð bandaríska sjóliðs-
foringjans William Lewis Hern-
don, sem fyrstur Norður-Ameri-
kana fór niður Amazonfljótið.
Ásamt leiðsögumanni frá Perú
hafði Herndon fleytt sér niður
alla ána, 4000 mílna leið, á hol-
um eintrjánungi, sem róið var
af Indíánum. Sam, sem nú var
tvítugur, var fullur af ævintýra-
þrá, og frá sér numinn af frá-
sögn landkönnuðsins, fann hann
nú frumskóginn draga sig eins
og segull. Hann sá sjálfan sig
þar, sem djarfan ævintýramann
á leið til frægðar og auðæva.
Frá þeirri stundu brann Amazon
hitasóttin í lilóði lians. En þar
sem Orion gat lítið greitt hon-
um, skorti liann fé í slíkan leið-
angur.
Hrollkaldan nóvemberdag gekk
hann stúrinn um götur Keokuk