Úrval - 01.12.1963, Qupperneq 144
156
ÚR VAL
sínum lífsreglur, sem reyndust
örlagaríkar.
„Ef skipinu hlekkist á, láttu
])á ekki neitt l'át koma á þíg —
láttu farþegana um þá fávizku.
En þú skalt hlaupa aftur á skip-
ið að staka lífbátnum, og hlýða
skipunum stýrimannsins. Þegar
báturinn er kominn útbyrðis,
þá hjálparðu konum ag börnum
út í liann og gætir þess að reyna
ekki að komast í hann sjálfur.
Nú er sumar, áin er aðeins eina
mílu á breidd, svo að þér verð-
ur ekki skotaskuld úr því að
synda til lands.“
Næsta dag lagði Pensylvania
af stað upp ána til St. Louis,
með Henry innanborðs. Snemma
morguns á fjórða de’gi eftir burt-
förina, sprakk skipið i loft upp.
Um 150 manns týndust. Henry
slöngvaðist langt út á ána, og
tók að synda til lands. En þá
minntist hann fyrirmæla Sams,
að veita alla þá hjálp, er hann
mætti, og hann sneri aftur til
brennandi skipsins. Nokkrum
klukkustundum síðar kom björg-
unarskip og flutti hann og aðra
slasaða til Memphis.
Sam frétti um sprenginguna,
þegar hans skip, sem liafði lagt
af stað tveim dögum á eftir
Pensylvaníu, kom við í Green-
ville í Mississippi. Er til Mem-
phis kom, skundaði hann til
skóJans, þar sem 40 hinna slös-
uðu lágu á hálmdýnum á gólf-
inu, sveipaðir i lausa, óhreins-
aða bómull. Henry var einn
þeirra. Hann var illa brenndur
og hafði andað að sér sjóðandi
heitri gufu. Honum varð ekki
bjargað.
Henry varð Sam ákaflega
harmdauði. Enginn hafði verið
honum jafn kær, og hann ásak-
aði sjálfan sig beisklega. Hann
taldi sig bera ábyrgð á þvi, að
hann fór út á ána, og þeirri
hetjulegu tilraun, sem kostaði
hann lifið. Þegar hann mörgum
árum síðar lýsti þessu atviki í
„Lifið á Mississippi,“ var hann
enn haldinn sáru samvizkubiti.
Enn hann hætti ekki sigling-
unum og hin síbreytilega, kröfu-
liarða Mississippi gaf honum
litinn tima til þunglyndis. Hann
stundaði nám sitt af dugnaði,
og þremur mánuðum eftir dauða
Henrys náði hann takmarki
sínn. í september 1858, skönnnu
fyrir 23. fæðingardag sinn, var
honum veitt hafnsögumanns-
skirteini sitt.
Með þessu plaggi var Sam
kominn i nýja veröld. Nú var
liann einn hinna stóru á jörð-
inni. Sem mikilsmetinn leið-
sögumaður varð hann drýldnast-
ur þeirra allra og sagði furðu-
legastar sögur. Hann lék á slag-
hörpuna, söng fljótasöngvana,
hafði takmarkalausa hugmynda-