Úrval - 01.12.1963, Side 145
ÆVINTÝRALÍF MARKS TWAINS
157
auðgi og vinsældir hans voru
geysilegar.
Það var mikill gleðskapur um
borð í hinum stóru skipum,
sem Sam stjórnaði — Alcck
Scott, John J. Roe, A. T. Lacey
og Alonzo Child. Skrautbúnar
fegurðardísir með töskur í hönd,
ásamt fylgdarmönnum með
pípuhatta, reikuðu um þilförin
þau dönsuðu „kvadrillur" í
gylltum sölum, prýddum skraut-
legum olíumálverkum og kryst-
alsijósakrónum. Fjárhættuspilar-
ar og auðugir plantekrueigend-
ur sátu að spilum í reykmett-
uðum vínstofum. Fjölskyldur á
þriðja farrými, margar með
vagna og hesta til landnáms-
ferðarinnar vestur á lióginn,
fylltu öll rúm niðri i skipinu.
Allar lestar voru fullar af dýr-
mætum varningi, baðmull, tó-
baki, hampi, sykri og verkfær-
um.
Uppáhaldsskip Sams var ef til
vill Aleck Scott, með röð af
ehlhólfum, sem brenndu viði
og framleiddu gufu í átta gríð-
arstórum gufukötlum. Hann stóð
í hjarta skipsins, hinum skraut-
lega stjórnklefa úr gleri, með
rauðum og gýHfum gluggatjöld-
um, glansandi hrákadöllum og
dýrlegu stýrishjóli, innlögðu
dýrum viði, og tók manni yfir
höfuð — og ieit yfir hið marg-
breytta, iðandi líf fyrir neðan.
Hann var maðurinn við stýrið
á fljótandi borg, herraður af
undirmönnum sínum. Honum
fannst hann vera konungssonur
og veifaði vindlinum eins og
prins.
Því að stjórnklefinn var lcon-
ungleg vistarvera. Þar var staður
þeirra manna, sem voru hæstráð-
andi á ánni. Sam fannst þetta
vera lif fyrir sig og niundi allt-
af verða.
En á öndverðu sumri 1861,
gerði borgarastyrjöldin enda á
Mississippisiglingar hans. Þá
var Sam Clemens 25 ára. Hann
hafði verið leiðsögumaður i tæp
þrjú ár með 250 dollara kon-
unglegar tekjur á mánuði.
Bæði Sambandsríkið (Union)
og uppreisnarmenn (Confeder-
acy) óskuðu eftir sjálfboðalið-
um, og frá Missouri, eins og
öðrum ríkjum á markalínunni,
fóru sjálfboðaliðar til heggja að-
ila. Sjálfur var Sam á báðum
áttum. En í júlí, þegar Ríkis-
herinn sótti inn í Missouri (sem
ekki hafði tekið afstöðu), bauð
Jackson landstjóri út 50 000
manna herliði til þess að reka
innrásarherinn af höndum sér.
Og fyrir ákafa áeggjan æsku-
vinar, sem heimsótti hann i St.
Louis, sneri Sam aftur til Hanni-
bal og lét innrita sig.
Hann gekk i mjög óreglideg-
an skæruliðaflokk, sem í voru