Úrval - 01.12.1963, Qupperneq 148
160
ÚR VAL
heppni með hverri nýrri holu,
sem grafin var, en næturnar
voru langar. Til þess að drepa
tímann, ritaði Sam löng frétta-
bréf og sendi þau helzta blaði
Nevada, Daily Territoryal Enter-
prise, sem kom út í Virginia
City. Ritstjóranum líkuðu vel
þessar ýktu og kimnilegu frá-
sagnir af lifinu í námabúðun-
um, og bað hann að koma til
Virginia City og gerast l)laða-
maður við blaðið — fyrir 25
dollara á viku.
Sam fór gangandi til borgar-
innar eins og hann stóð, með
skegg og skammbyssu, þakinn
námaryki frá hvirfli til ilja.
Virginia City var vinsælasti
námabærinn i landinu með um
15000 íbúa. Eigandi blaðsins,
Joseph T. Goodman sýndi Sam
hreykinn allt hið velstæða fyrir-
tæki sitt, en við það störfuðu
5 ritstjórar og 23 setjarar og um-
setningin 6000 dollarar á mán-
uði.
Sam átti að fylla tvo dálka
með daglegum fréttum, sem hann
skyldi safna með því að„spyrj-
ast fyrir“. Hann var á þönum
um borgina og ritaði um lífið
i námunum, morð og ofbeldis-
seggi. Hann sagði frá hinum
tveggja mílna löngu Comstock-
námagöngum, sem gáfu af sér
20 miiljón dollara virði af þeim
silfurstöngum, sem framlciddar
voru i Nevada 1863, fyrsta ár-
ið, sem Sam var blaðamaður.
Hann sagði frá hruni í nám-
unum og æfintýramönnum, sem
skyndilega urðu auðugir.
Hann sá menn skotna, hlýddi
á yfirheyrzlur og skýrði frá
morðmálum. Hann trúði þeirri
sögu, sem gekk i Virginia City,
að í 26 fyrstu gröfunum í kirkju-
garði borgarinnar lægju myrtir
menn. Sumir morðingjanna voru
teknir fastir og sumir yfirheyrð-
ir, en engum þeirra refsað,
Ryssuvargar sátu í kviðdómn-
um og þeir höfðu sín eigin lög.
Sam hellti úr skálum reiði sinn-
ar yfir hinum ábyrgðarlausu
mannvígum, lögleysinu og hvern-
ig friðsamir borgarar voru kúg-
aðir til að skríða fyrir ofbeldis-
seggjum. Hann vildi leggja sín-
ar eigin særðu tilfinningar í
frásagnir sínar og rita þær undir
dutnefni. Til heiðurs hafnsögu-
mannsdögum sínum á Mississ-
ippi valdi hann nafnið „Mark
Twain“. Það nafn lagði hann
aldrei niður.
Mark-Twain-greinarnar urðu
ákaflega vinsælar; hann var
framúrskarandi samvizkusamur
blaðamaður, og laun hans voru
hækkuð upp í 40 dollara á viku.
Þegar Goodman tók sér viku
orlof í apríl 1964, kaus hann
Sam til að skrifa ritstjórnar-
greinarnar á meðan. Sam varð