Úrval - 01.12.1963, Qupperneq 149
ÆVINTÝRALÍF MARKS TWAINS
161
uppiskroppa af efni og ritaði
harða ádeilugrein á keppinaut
þeirra, James Laird, eiganda
blaðsins Virginia Union. Og
Og Laird svaraði i sömu mynt.
Samkvæmt siðvenjum i Nev-
ada, gat enginn heiðvirður mað-
ur þolað móðgun; einvigi var
óhjákvæmilegt. Sam var á móti
einvígum, og fannst heiður sinn
óspilltur. En meðritstjórarnir
kriifðust þess, og einn þeirra
sendi Laird einvígisáskorun í
nafni Sams. Steve Gillis, vinur
Sams tók að sér að vera ein-
vígisvottur Sains og. flutti Laird
áskorunina. Laird, sem var af-
bragðs skytta, tók áskoruninni.
Klukkan fjögur að morgni á
tilsettum degi, fór Steve Gillis
með Sam iit í autt gil skammt
fyrir utan borgina, til þess að
kenna honum að skjóta af
skammbyssu. Þeir reistu upp
hlöðuhurð í brekkunni í 20 feta
fjarlægð, sem Sam átti að hitta.
Sam gat liitt brekkunna, en ekki
hurðina. í næsta giii var Laird
að æfingu.
Til þess að sýna Sam, hvern-
ig ætti að fara að því að skjóta,
þreif Steve sina eigin byssu og
skaut höfuðið al' smáfugli, sein
sat þar allfjarri. Þeir Sam og
Steve hlupu af stað til að taka
upp fuglinn, en i sama bili kom
Laird og einvígisvottur hans
yfir gilbrúnina.
„Hver skaut þennan?" spurði
einvígisvottur Lairds.
„Clemens" laug Steve ósköp
rólega.
„Nú, þetta er stórkostlegt!
Hvað var fuglinn langt í burtu?“
„0, ekki langt — svona 30
metra.“
Sam steinþagði.
„Þetta er furðuleg skothæfni.
Hvað getur hann gert þetta oft?“
„Ja, svona i fjögur skipti af
fimm.“
Laird og einvígisvottur hans
ltvöddu og héldu heim. Þeir
neituðu að heyja einvígi við
svona framúrskarandi skyttu.
Fregnin um áskorun Sams
flaug um borgina. Alveg nýlega
höfðu einvígisáskoranir verið
bannaðar með lögum, að við-
lögðu 2ja ára fangelsi. Sam fékk
orðsendingu frá landsstjóranum
um, að lögunum mundi verða
framfylgt. Hann yrði tekinn
í'astur ef hann fyndist i Nevada
næsta dag. Sendimaður land-
stjórans lét þess getið, að póst-
vagn færi til San Francisco
klukkan fjögur næsta morgun.
Sam var snemma á fótum og
tók vagninn. Hópur vina kvaddi
hann með húrrahrópum og svo
slapp hann yfir landamærin til
Californíu áður en armur lag-
anna náði honum.
í Son Franeisco komst Sam
að raun um, að hann bjó yfir