Úrval - 01.12.1963, Qupperneq 150
162
ÚR VAL
liæfileikura og gáfum, sem allt-
af mátti breyta í dollara. Hann
var nú fullnuma blaðamaður.
Hann ritaði greinar fyrir Cali-
fornian, vikutímarit, útgefið af
JBret Harle. En ennþá brann í
honum æfintýraþráin, og þegar
Sacramento Union bað hann að
fara til Hawaii, sem sérlegan
fréttaritara — og átti að skrifa
fjögur hréf á mánuði, hvert á
20 dollara -— greip hann tæki-
færið.
Hann dvaldi fjóra mánuði á
Hawaii. Eftir heimkomuna á-
kvað hann að flytja opinbert
erindi um reynzlu sína á Haw-
aii, og tók á leigu leikhús i San
Francisco fyrir 50 dollara. Ilann
auglýsti erindið •—- „Aðgangur
1 dollar; dyrnar opnaðar hálf
átta, ósköpin hefjast kl. 8. —
og beið svo milli voúar og ótta.
Kvöldið, sem hann hélt sinn
fyrsta fyrirlestur, kom hann
aumur og skelfdur í leikhúsið
tveimur stundum fyrir tímann.
Þegar hann kom frain á sviðið
og sá að húsið var fullt, fjaraði
skelfing hans út, og í hægum
drafandi rómi hóf hann hið
fyrsta af sínum spaugsömu er-
indum, sem áttu eftir að gera
hann frægan.
Iiann var fæddur leikari og
árangurinn var frá byrjun af-
burða góður. Eftir þriggja vikna
fyrirlestrahald höfðu honum á-
skotnast 1500 dollarar, meira
en hann hafði unnið sér inn
nokkru sinni fyrr. Fyrir Sam
þýddu þessir jieningar aðeins
eitt: Þeir veittu honum tækifæri
til að sjá heiminn.
Hann hafði lesið auglýsing-
una um „Skemmtiferð Captain
Duncans til Landsins Helga,“
sem skyldi leggja af stað frá
New York með „Quaker City,“
1800 lesta hjólaskipi með segl-
um. Ferðast skyldi um Miðjarð-
arhafið i sex mánuði, og far-
gjaldið var 1250 dollarar. Dag-
blaðið Daily Alta California í
San Franciscó samdi um kaup
á 50 Mark Twain-ferðabréfum
fyrir 20 dollara hvert, og Sam
sá fram á örugga framtið —
1000 dollara fyrir ritstörfin og
ótaldar upphæðir fyrir fyrir-
lestrahald, er heim kæmi.
Vonglaður hélt hann til New
York og um borð í Quaker City.
En honum hrá i brún, þegar
hann sá ferðafélagana. Þeir voru
flestir rosknir og trúaðir, virðu-
legir steingcrfingar, sem héldu
bænasamlcomur á hverju kvöldi.
Fyrstu daga ferðarinnar var
levft að dansa, en að þrem
kvöldum liðnum var svo ósiðlegt
athæfi dæmt syndsamlegt og
tekið fyrir það. Dóminó var
eina skemmtunin, sem þessi
„klerkasamkunda" lagði blessun
sina yfir.