Úrval - 01.12.1963, Page 151
ÆVINTYRALIF MARKS TWAINS
163
Hann henti gaman að ferða-
laginu í bréfum til New Yorlc
Tribune, New York Herald og
Daily Alta California. Hann
gerði gys að öllum hópnum, að
sjálfum sér méðtöldum, og ver-
öld, þreytt á siðavöndum doðr-
öntum, tók hinum gáskafullu
sögum hans fegins hendi.
Aður en Quaker City skilaði
honum aftur til New York, kom
fyrir atvik, sem varð upphafið
að mesta æfintýri lífs lians. Það
gerðist er hann leit augum hina
ógleymanlegu stúlkumynd.
Dag nokkurn var Sam reikað
inn í klefann til Charlie Lang-
dons, sem var 18 ára ókærinn
unglingur, sem faðir lians hafði
sent í leiðangurinn til Lands-
ins Helga í þeirri trú, að hinir
rosknu pílagrímar væru honum
heppilegir siðameistarar. En
Charlie kunni betur við sig í
glaðlegum félagsskap hins liisp-
urslausa Sam Clemens. Nú óð
hann elginn um fjölskyldu sina
og sýndi Sam mynd af einka-
systur sinni, Oliviu.
„Hún er alltaf kölluð Livy,“
sagði hann hreykinn.
Sam varð sem bergnuminn
af myndinni. Hún varð örlaga-
rik fyrir hann.
„Þetta er fegursta andlit, sem
dauðleg kona hefur nokkurn
tima haft. Góð og blíð tg. . .
ég gæti tilbeðið stúlku eins og
þessa. Lg meina það Charlie.
Ég gæti dáið upp á það.“
Ó. þér mundi falla vel við
hana! Þú gætir ekki annað.
Heyrðu, gætum við ekki liitzt
öll í New York, þegar fjölskylda
mín kemur þangað i jólavik-
unni?“
Eftir heimkomu Quaker City,
starfaði Sam sem blaðamaður
í Washington, til þess að afla
fjár til að geta ritað bókina,
sem hann liafði safnað efni í á
ferðalögum sínuin — The Inno-
cents Ahroad (saldeysingjar í
siglingu). En með jólabyrjun
var hann kominn til New York,
til þess, fyrir hvern mun, að
hitta liina fögru stúlku á mynd-
inni.
Fullur eftirvæntingar gekk
hann inn i fínasta gistihús New
York-borgar, St. Nicholas, og
bað um að tilkynna hr. Jervis
Langdon og fjölskyldu frá Elm-
ira, New York-fylki, komu sína.
Þegar Langdon-fjölskyldan kom
niður, kynnti Charlie Sam fyrir
systur sinni. Hún hafði til að
bera nllt það, sem Sam hafði
gert sér í hugarlund —^ smávax-
in, fingerð stúlka, 22 ára, með
dökk alvarleg augu, gðfuga and-
litsdrætti, slétt, dökkt hár, skipt
í miðju og greilt aftur í hnút
á hnakkanum. Fölleit og elsk-M-
leg, tíguleg og yndisleg' í fasi,
var hún hin fullkomna drau«n-