Úrval - 01.12.1963, Qupperneq 153
ÆVINTÝRALÍF MARKS TWAINS
165
skundaði Sam aftur austur á
bóginn.
Jervis Langdon og kona lians
tóku Sam kuldalega, er hann
kom svo skjótt og óboðinn aft-
ur. Jafn hvatvíslega og fyrr, bar
Sam upp bónorðið ó nýjan leik,
og aftur var jíví hafnað. Aðeins
heppileg tilviljun bjargaði bón-
orði hans frá fullkomnu skip-
broti. Er hann var að leggja af
stað í vagni frá heimili Lang-
dons til brautarstöðvarinnar,
tók hesturinn svo snöggan kipjj
áfram, að Sam hrökk út úr vagn-
inum. Hann var ómeiddur en
gerði sér upp öngvit.
„Lg fékk ekki minnstu
skrámu. Það var ekkert að
mér . . . Öll fjölskyldan kom
þjótandi út, Theodore Chrane
fremstur í flokki með brenni-
vínsflösku. Hann hellti upp
í mig nægilegu til að kæfa
mig, en það vakti mig ekki
úr öngvitinu. Ég gætti þess
sjálfur. Það var ákaflega
skemmtilegt að lieyra með-
aumkunarorðin, sem þyrluð-
ust umhverfis mig. Það var
eitt hinna 6 hamingjusömustu
augnablika i lifi mínu. Ekk-
ert gat eyðilagt það — nema
að ég' var ómeiddur. Ég ótt-
aðist, að það yrði fyrr eða
síðar uppvíst, og mundi gera
enda á heimsókn mína.“
Sam var borinn inn í húsið
aflur og' dvöl lians frainlengd
um þrjá daga í samúðarfullri
umsjá og lijúkrun Livyar. Þessir
þrír dagar bættu mjög aðstöðu
hans, og skömmu síðar játaði
Livy að hún elskaði hann vissu-
lega, en gæti ekki gifst honum
nema með samþykki foreldra
sinna.
Jervis Langdon neitaði ekki
skilyrðislaust. Hann óskaði með-
mæla og frestaði úrskurði sín-
um uns vinum Sams hefði gef-
ist kostur á að tala máli hans.
Sam tilnefndi sex menn i San
Francisco, þeirra á meðal tvo
presta. Þetta voru menn í miklu
áliti og í virðulegum embættum,
en þekktu Sam aðeins litils
hóttar, aðallega af harðskeyttri
blaðamennsku hans þar vestra.
Þegar öll svörin höfðu borist,
sendi Langdon eftir Sam og
las þau upphátt fyrir hann.
Prestarnir tveir fullyrtu, að
Sam mundi deyja sem drykkju-
maður, og' vitnisburður hinna
fjögurra var álíka óhagstæður.
„Hvers konar menn eru jietta?“
spurði Jervis Langdon. „Áttu
enga vini i öllum heiminum?“
„Svo virðist ekki vera.“
Það varð dauðaþögn í stof-
unni. f margar, lang'ar mínútur
virtist hvorugur hafa meira að
segja. Þá losaði þetta áfall
skyndilega um tunguhaftið á
Sam, og hann tók að tala blátt