Úrval - 01.12.1963, Page 158
170
Ú R VAL
frægur orðinn, varð aldrei lokið.
„Engir gullhamrar, engin lofs-
yrði, engar viðurkenningar, sem
mér hafa hlotnast, hafa verið
mér eins dýrmæt eins og þessi
voru og eru enn.“ í sjálfsævi-
sögu“ sinni tekur hann upp
kafla úr þessari æskufrásögn
hennar, orðrétt og með öllum
ritvillum.
Við erum mjög hamingjusöm
fjölskylda. Við erum pabbi,
mamma, Jean, Clara og ég.
Það er pabbi, sem ég ætla
að skrifa um, og ég verð ekki
í neinum vandræðum að vita
hvað ég á að segja um hann,
því að hann hefur nijöt/
merkilega skapgerð.
Utliti hans hefur oft ver-
ið lýst, en mjög skakkt. Hann
hefur fallegt, grátt hár, ekk-
ert of þykkt og ekkert of
langt, en alveg mátulegt; róm-
verskt nef, sem gerir andlits-
drættina miklu fallegri; góð-
leg, blá augu og dálítið yfir-
slcegg. Hann hefur dásamlegt
höfuðlag og hliðarsvip; Hann
er mjög vel vaxinn — í stuttu
máli, hann er framúrskarandi
i'riður og föngulegur maður.
Allir andlitsdrættir eru full-
komnir, nema hann hel'ur
ekki framúrskarandi tennur.
Litarháttur hans er mjög
bjartur, og hann hefur ekki
hokuskegg. Hann er mjög
góður maður og ákaflega
skemmtilegur. Ilann er bráð-
lyndur, en það erum við öll
í þessari fjölskyldu. Hann er
sá elskulegasti maður, sem ég
hef nokkurn tima séð eða
vona að sjá — og' ó, svo við-
utan.
Uppáhaldsskemmtun pabba
er knattborðsleikur, og þegar
hann er þreyttur og langar
lil að hvíla sig, er hann á
fótum alla nóttina og leikur
knattborðsleik, það virðist
vera hvíld fyrir höfuðið.
Hann reykir heilmikið, nærri
þvi látlaust. Hugarfar hans
er nákvæmlega eins og rit-
höfundar eiga að hafa, suma
einföldustu hluti getur hann
ekki skilið . . .
Pabbi blótar mjög, en samt
lield ég ekki nærri eins mik-
ið eins og fyrst þegar hann
giftist mömmu. Pabbi kærir
sig alls ekki um að fara til
kirkju, hvers vegna hef ég
aldrei skilið, fyrr en núna
nýlega, að hann sagði okkur
um daginn að hann gæti ekki
þolað að heyra neinn tala
nema sjálfan sig, en hann
gæti hlustað á sjálfan sig tala
tímunum saman, án þess að
þreytast, auðvitað sagði hann
þetta í spaugi, en ég er ekki
i neinum vafa um, að það
er fótur fyrir því.